Breiðfirðingur - 01.04.1943, Blaðsíða 65
breiðfirðingur
63
kolsvart í kringum, rétt eins og" þar gangi líkkista reist
upp á endann. Þannig er oft aö sjá þá mennina, sem
reynast sjálfnm sér verstir.“
„Eða þá að sjá menn, sem eru svo „sjólegir“, að ekki
verður um villzt.“ Hvað áttu við með þessu „sjólegir“?
„Það eru þeir menn, sem bera það með sér, að þeir muni
drukkna“. Hvar sérðu þetta á mönnum? „Það sést nú
alls staðar, en þó er það undirsvipurinn á hnakkanum,
sem er ótvíræður. Það er liörmung að sjá það og geta
ekki að gert.“
„Eins er um dauða hluti, t. d. háta. Ónot og hrylling-
ur grípur mig, ef ég kem nálægt báti, sem á eftir að
verða að tjóni, og stundum sé ég líka í sambandi við
þá ýmislegt.“
Segðu mér nú eitthvað, sem þú manst glöggt, af
því, sem. fyrir þig liefur borið.
„Eins og ég sagði þér áðan, man ég fátt frá ung-
lingsárunum. Framan af fullorðinsárunum var ég vín-
hneigður um of og þá tel ég ekki að allt hafi verið
áreiðanlegt, sem fyrir mig har, en siðan ég hætti að
hragða vín, hafa fyrirbænir verið áreiðanlegri. Jæja,
það er rétt að ég segi þér frá því, annars er mér hálf-
illa við að tala um þetta.
Það var kvöld eitt, er ég átti heima i Bjarneyjum,
að ég var staddur i Innstubúð i Bjarneyjum, hjá Sig-
urði Jónssyni, og vorum við þar nokkrir að spila.
Þá vekur Sigurður máls á því við mig', hvort ég vilji
ekki vera formaður á báti, sem hann átti og þurfti að
koma „út undir Jökul“ eftir hátiðarnar.
„Sama er mér, þótt ég sigli hátnum „úteftir“ fyrir
þig,“ sagði ég, „þvi að ég þarf að komast þangað hvort
sem er.“
Var svo ekki frekar á þetta minnzt. Við spiluðum
um kvöldið, og lítilsháttar höfðum við af víni um hönd,
en mjög lítið.
Um kvöldið, er ég liélt heim, lá leið mín fram lijá