Breiðfirðingur - 01.04.1943, Blaðsíða 38
36
BREIÐFIRÐINGUR
En hvar var gesturinn?
Þegar selstúlkan kom út í morgunblæinn til að signa
sig, áður en liún byrjaði á verkunum, sá liún bvar hann
húkti úti við lind og laugaði hendur sínar. Og bún
gekk til hans, ennþá grátandi eftir missi lambsins
og liugsaði sér að kasta í liann ónotum. En bann kraup
við fætur bennar og bað hana fyrirgefningar. Og lof-
aðu mér, sagði hann, að eiga með þér þessa lind, því
i vatninu því arna býr alheimurinn. Og þau grétu bæði.
Og tár þeirra mættust og runnu saman í blárri lygnu
hinnar fersku uppsprettu móans.
Datt mér ekki bankabygg i hug, segir farkennarinn.
Það er til um þetta gamalt kvæði. Hún Inga hefur
samið við það lag, segir stúlkan.
Og kvöldið heldur áfram að vefa sína mjúku dimmu
um þau tvö, sem tala hér saman við rauðleitan bjarma
frá ofninum í horninu og bleika geisla mánans gegn-
um rúður gluggans. Og stúlkan byltir sér til, teygir úr
sér og leggur liandleggina aftur fyrir hnakkann. Yiltu
yrkja um mig vísu, biður bún.
Ég er ekki skáld, segir bann.
Víst ertu skáld, ég hef lesið kvæði eftir þig, í blaði.
Ég er ekki skáld, segir liann aftur. Og án þess að
hafa orðið sér þess meðvitandi, befur hann staðið upp
af stólnum og er farinn að ganga um gólfið. Kannski
vegna hinnar óvæntu fullyrðingar stúlkunnar. Kannski
vegna þess, að í buga hans ómar af broti úr óortu
Ijóði, sem hann hefur verið að leika sér að undan-
farna daga. Og eins og það sé liið eðlilegasta af öllum
hlutum, sezt liann á stokkinn fyrir framan hana, réttir
handlegginn upp íyrir hana og liorfir i augu liennar
gegnum myrkrið. Á morgun, segir hann, skal ég yrkja
um þig vísu.
Bara eina vísu i kvöld, biður hún. Og rödd hennar
er örlítið titrandi og andardrátturinn aðeins tiðari en