Breiðfirðingur - 01.04.1943, Blaðsíða 31
BREIÐFIRÐINGUR
29
Svipað þessu kvöld eftir kvöld, þangað til börnin
reka inn höfuðin og trufla samræðuna, eða móðirin
kemur ofan af loftinu með hugblæ liinar góðlegu, en
óskáldlegu alvöru inn í þessar rökkursælu, hikandi
mínútur á landamerkjum draums og veruleika.
Annars var það í fjósinu, sem hann í fyrsta sinn
lét til skarar skríða, hvað ástina snerti.
Vetrarmaðurinn var ekki viðlátinn eitthvert kvöld-
ið, svo farkennarinn bauðst til að fylgja heimasætunni
þegar sá tími kom, að hún þurfti að fara og' lireyta
niður úr kúnum.
Hann setti sig niður á meis á bálkinum og horfði
á mjólkurbogana, hvernig þeir strejundu niður úr sí-
kvikum greipum hennar, þegar liún þrýsti spenana.
Og hann lagði fæturna í kross og hlustaði á sönginn
í fötunni. Síbreytilegt liljóð. Það fór eftir því, hvort
hún mjólkaði framspenana eða afturspenana, livort það
kom mikil mjólk eða lítil, livort bogarnir lentu innan
á stöfum fötunnar eða niðri á botninum, hvort hún
mjólkaði hratt eða fór sér hægar.
Og kýrin sló um sig með óhreinum lialanum og skeytti
því engu, þótt hann lenti á vang'a stúlkunnar og skildi
eftir sig dökkar randir. Æi, láttu ekki svona, ótuktin
þín, sagði heimasætan og strauk framan úr sér. Hún
hafði það líka til, þessi kýr, að lyfta upp aunarri aftur-
löppinni og lirista sig úr liaftinu, eða liún víxlaðist út
á liliðina, aðlconumegin, líkast því sem liana langaði
til að halla sér ofan á mjaltakonuna og fá sér blund.
Osköp er hún óróleg, þessi belja, sagði farkennarinn.
Hún lætur svona, greyið, sagði lieimasætan.
Annars er þetta allra fallegasta skepna, sagði far-
kennarinn. Hvað skyldi hún vera margra vetra?
Það má fjandinn vita, livað hún er gömul, sagði
heimasætan.
Þetta var nú ekki beint uppörvandi formáli að því,
sem koma skyhli. Og þó, — þegar stúlkan hafði mjólk-