Fréttablaðið - 03.11.2018, Page 4

Fréttablaðið - 03.11.2018, Page 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Tölur vikunnar 28.10.2018 - 03.11.2018 23 milljónir, eða hálfa milljón á dag, hefur Landsbankinn þurft að greiða Fjármálaeftirlitinu í sekt frá því í september. Sektin er til að knýja á um að bankinn selji hlut sinn í Eyri Invest, stærsta einstaka hluthafa Marels. 61% Íslendinga er hlynnt banni á einnota plast- pokum í verslunum samkvæmt könnun MMR.  21 prósent er á móti banni. 600 umsækjendur eru nú á biðlista eftir leiguíbúð- um hjá Hússjóði Öryrkjabanda- lags Íslands. Lokað hefur verið fyrir nýjar umsóknir. 80 þúsund lítrar af dísilolíu áætlar Strætó bs. að sparist í ár með notkun þeirra 9 rafmagnsstrætisvagna sem byrjað var að aka á árinu. Áætlað er að 14 raf- vagnar verði komnir í fulla notkun í ársbyrjun 2019 og að þeir spari Strætó allt að 500 þúsund dísilolíulítra á ári. 610 eru prentaðir titlar í Bókatíð- indum ársins. 11 bækur að meðaltali las hver Íslendingur á síðasta ári. 59 prósent Íslendinga 18 ára og eldri fengu að minnsta kosti eina bók í jólagjöf í fyrra. MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN JEEP COMPASS LIMITED® jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ® EINI JEPPINN Í ÞESSUM STÆRÐARFLOKKI SEM BÝÐUR UPP Á LÁGT DRIF. Jeep ® Compass er útbúinn með alvöru fjórhjóladrifi: Jeep ® Active Drive, sem gerir ökumanni kleift að velja um fjórar drifstillingar sem taka mið af akstursundirlagi hverju sinni, Auto, Snow, Sand og Mud ásamt því að læsa milli fram- og afturdrifs í Limited og til viðbótar í Trailhawk er fimmta stillingin Rock ásamt lágu drifi. 2.0 lítra dísel 140 hö. eða 170 hö. og 170 hö. bensínvél. 9 gíra sjálfskipting. Litli bróðir Jeep® Grand Cherokee. JEEP® 7 DAGA VIKUNNAR. ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF. ÖRFÁIR BÍLAR EFTIR Á GAMLA GENGINU Inga Sæland formaður Flokks fólksins kvaðst hissa á fyrirhuguðu frumvarpi um að leyfa þungunar- rof fram að 22. viku meðgöngu þótt um heilbrigða móður og heilbrigt barn væri að ræða. Vilhelm Gunnarsson fréttaljósmyndari sagði ljósmyndara bara vera að reyna að skrásetja söguna. Lands- réttur meinaði ljósmyndurum aðgang að öðrum stöðum í dómhúsinu en and- dyrinu þegar aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór fram. Vilhelm kveðst aldrei hafa upp- lifað viðlíka aðstæður. Heiðveigu Maríu Einarsdóttur frambjóðanda til formanns stjórnar Sjó- mannafélags Íslands var vikið úr félaginu í vikunni. Verkalýðsforingjar hafa mótmælt aðförinni að henni. Þrjú í fréttum Rof, bann og brottvikning Dómsmál „Það er ójafnræði í með- höndlun ábyrgðarmanna námslána, segir Daníel Isebarn Ágústsson lög- maður og vísar til dómafordæma Hæstaréttar. „Ef ekki var gert greiðslumat hjá aðalskuldara er ósanngjarnt af LÍN að halda ábyrgð upp á ábyrgðarmann, hafi hún verið veitt eftir 4. apríl 2009. Ef ábyrgðin var aftur á móti veitt fyrir 4. apríl 2009 er sama vinnulag talið sann- gjarnt af Hæstarétti,“ segir Daníel Isebarn. Hann segir að ekki eigi að skipta máli þótt lög um ábyrgðarmenn hafi tekið gildi 4. apríl 2009 enda sé jafn ósanngjarnt fyrir og eftir þá dagsetningu að  halda ábyrgðinni uppi.  „Hæstiréttur hefur staðfest þetta í fjölda dómsmála,“ segir Daníel. Hæstiréttur hafi oft fjallað um ábyrgðir sem veittar voru áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Í yfirgnæfandi fjölda þeirra mála hafi ábyrgðir sem veittar voru fyrir ýmiss konar lánum án greiðslumats á aðalskuldara talist ósanngjarnar og þær ógiltar. Þetta var þó ekki talið eiga við um ábyrgðarmenn námslána hjá LÍN. „Sú einkennilega staða kom upp að LÍN var eini stóri lánveitandinn sem mátti haga sér með hætti sem Hæstiréttur var trekk í trekk búinn að lýsa yfir að væri ósanngjarn í til- vikum allra annarra lánastofnana,“ segir Daníel. Dómarnir hafi vísað til samkomulags allra helstu lánastofn- ana landsins árið 1988 um notkun sjálfskuldarábyrgða. Daníel furðar sig á því að samkomulag sem átti að auka réttarvernd ábyrgðarmanna og var undirritað af bæði viðskipta- ráðherra og félagsmálaráðherra hafi átt við um allar lánastofnanir nema LÍN sem sé þó opinber stofnun með félagslegt hlutverk. Daníel vísar sem dæmi til dóms Hæstaréttar frá 2015 sem varðaði námslán sem gengist var í ábyrgð fyrir áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Ekki var framkvæmt greiðslumat á aðalskuldara áður en ábyrgðin var veitt. Ábyrgðarmaður- inn í því máli, verkakona á miðjum aldri sem gengist hafði í ábyrgð fyrir son sinn, tapaði málinu því þetta taldist ekki ósanngjarnt að mati dómstóla. Sams konar ábyrgðir sem ábyrgðarmenn gengust undir á sama tíma höfðu aftur á móti talist ósann- gjarnar og ógildar í tilvikum flestra annarra lánastofnana landsins. Í síðasta mánuði féll svo dómur í Hæstarétti þar sem því var slegið föstu að ósanngjarnt væri af LÍN að ganga að ábyrgð fyrir námsláni eftir að framangreind skilyrði voru lögfest árið 2009. Í þessu felst ójafn- ræðið segir Daníel. Það sem töldust ósanngjarnir viðskiptahættir hjá öllum lánastofnunum væru að sjálfsögðu einnig ósanngjarnir við- skiptahættir hjá LÍN fyrir apríl 2009. Daníel segir þó aðalatriðið að dóm- urinn sé mikið gleðiefni enda sé nú loks ljóst að LÍN beri að stunda sanngjarna viðskiptahætti eins og aðrar lánastofnanir. Hann telur að LÍN hljóti að skoða stöðu ábyrgðar- manna sem gengust í sambærilegar ábyrgðir fyrir 4. apríl 2009 og íhuga að fella niður ábyrgðir þeirra. Lánasjóðurinn er nú að meta for- dæmisgildi dómsins sem féll í síð- asta mánuði. adalheidur@frettabladid.is Segir Lánasjóðinn komast upp með ósanngirni umfram aðra Lánasjóður er nú að meta fordæmisgildi dómsins sem féll í Hæstarétti í síðasta mánuði. FréttabLaðið/GVa Lögmaður segir ábyrgðar menn náms- lána ekki njóta jafn- ræðis. Þeir hafi þurft að þola skilmála sem talist hafi ósanngjarnir hjá öllum helstu lánastofn- unum landsins. Þeir sem gengust í ábyrgð lána fyrir 2009 njóti nú lakari réttar en þeir sem á eftir komu. Helmingur lánasafns- ins með ábyrgðum Með lagabreytingum 2009 var almennt hætt að krefjast ábyrgðarmanna á námslánum. Lánasjóðurinn krefst nú ein- göngu ábyrgðarmanns ef lán- takandi telst ekki lánshæfur, til dæmis vegna vanskila. Í nýjustu ársskýrslu sjóðsins fyrir árið 2016 kemur fram að í lok þess árs voru 40.492 lán tryggð með ábyrgðum og eru þau 53,2 prósent af lánasafni sjóðsins. 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 0 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :0 5 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 4 6 -2 B D 0 2 1 4 6 -2 A 9 4 2 1 4 6 -2 9 5 8 2 1 4 6 -2 8 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.