Fréttablaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 80
Ross Barkley hefur sýnt það í upphafi tímabilsins að það er kannski eitthvað til í því að hann sé góður í fótbolta. Barkley var talinn einn efnilegasti leikmaður Englands samkvæmt fjölmiðlum og var mikið látið með unga guttann frá Liverpool. Meistarinn frá Kata- lóníu, Xavi, sagði árið 2014 að hann gæti vel spilað fyrir Barcelona. Svo góður væri hann. Barkley gekk í raðir Chelsea frá Everton í janúar og fann sig ekki undir stjórn Antonio Conte. Ferill hans byrjaði ekki sérstaklega vel hjá Chelsea því fyrsti leikur hans var gegn Arsenal 25. janúar og Barkley komst á bekkinn. Brassinn magnaði, Willian, meiddist eftir hálftíma leik. Barkley var settur inn á og strögglaði enda hafði hann verið meiddur í rúmar átta vikur á undan. Eftir leikinn sagði Conte: „Það er ekki auðvelt þegar einn besti leik- maðurinn þinn meiðist og það eina sem ég hafði á bekknum var Ross Barkley.“ Fjölmiðlar tóku einnig eftir því að Barkley var lengi að koma inn á. Þegar Willian meiddist og lagð- ist í grasið byrjaði Barkley að hita upp. Conte vildi setja hann strax inn á en Barkley tók sinn tíma í upphitunina. Alls öskraði Conte á hann tíu sinnum að gera sig kláran. Conte er ekki sá þolinmóðasti og blaðamaðurinn Paul Brown, sem sat nálægt, tísti um að Conte hefði tekið hárþurrkuna á Barkley. Aðrir fjölmiðlamenn á leiknum tístu um að Barkley hefði tekist hið ótrúlega. Að fá skömm í hattinn áður en hann snerti boltann. Þar með var ferill Barkleys nánast búinn hjá Chelsea áður en hann byrjaði. Vissulega spiluðu meiðsli einnig inn í. En Barkley þraukaði og Conte var rekinn. Annar Ítali, Maurizio Sarri, var ráðinn og Barkley var staðráð- inn í að sanna að það væru enskir töfrar í skónum. Eðlilega var hann ekki valinn í HM-hóp Englands en nýtti sumarið til vinnu. Hann slakaði lítið á heldur fékk þrek- þjálfara Chelsea til að vera með sig í prógrammi og horfði á leiki með Napoli. Hann hefur nefnilega aldrei verið þekktur fyrir sitt vinnuframlag inni Upprisa Ross Barkley „Barkley hefur spilað mjög vel að undanförnu,“ sagði Sarri eftir leik- inn gegn Burnley, væntanlega enn að tyggja sígarettuna. „Hann hefur bætt varnarleik sinn mikið sem og líkamlegt ástand. Hvað tæknilega hlutann varðar er hann mjög góður leikmaður en núna er frammi- staða Barkleys heilsteyptari,“ bætti sá ítalski við. Barkley skartaði eitt sinn fjöl- mörgum húð- flúrum en hefur unnið að því að láta fjarlægja þau. Barkley er kominn aftur í enska landsliðið eftir fjarveru. Hann lék sinn fyrsta landsleik haustið 2013 og var í enska hópnum sem fór á HM 2014. Leikvangurinn Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is á vellinum en glöggir áhorf- endur tóku eftir því eftir leikinn gegn Burnley að hann hljóp rétt undir 12 kílómetrum og var nánast jafn N’Golo Kante. Þegar tölfræði hans er skoðuð kemur í ljós að hann er að hlaupa um einum og hálfum kílómetra lengra í hverjum leik með Chelsea á þessu tímabili en hann gerði hjá Everton. Með betra formi virð- ist Barkley líka taka betri ákvarðanir inni á vellinum. Það er ekki langt, rúmt eitt og hálft ár, síðan knattspyrnu- spekingurinn Graeme Souness sagði hann vera eins og barn á leikvelli. Í raun væri allt sem hann gerði rangt. „Hann rekur boltann þegar hann á að senda boltann og sendir hann þegar hann á að rekja boltann. Ákvörð- unartaka hans er átakanleg,“ sagði Souness og dró hvergi undan, ekki frekar en fyrri daginn. Þótt hann sé ekki alltaf í byrj- unarliðinu hefur Barkley komið við sögu í flestum leikjum Chelsea á tímabilinu. Og hann spilar allt- af betur og betur. Barkley hefur skorað í síðustu þremur leikjum Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, síð- asti enski leikmaðurinn sem gerði það í búningi Chelsea var sjálfur Frank Lampard. Barkley er eins og flestir vita með gamla númerið hans Lampards og hver veit nema hann gæti orðið jafn stórt nafn og Lamp- ard á Stamford Bridge. Það eru nefni- lega ekki mörg mörkin sem aðrir miðjumenn Chelsea munu skora í vetur. Það er staðfest. Kante mun ekki skora mörg og Íslandsvinurinn Jorginho er ekki mikið að pota inn mörkum. Mateo Kovačić hefur skorað 13 mörk í deildarkeppnum á ferlinum og þá eru ekki margir eftir. Barkley þarf því að skora og helst komast yfir 15 mörk ef Chelsea ætlar að eiga raun- hæfan möguleika á titlinum. Því ekki eru framherjarnir heldur að skora. Barkley hefur skorað mest átta mörk á tímabili. Það var tíma- bilið 2015/2016. Boltinn sem Sarri vill spila virð- ist henta Barkley ágætlega. Þó að Sarri eigi vissulega einhvern hlut að máli þá var það Barkley sjálfur sem ákvað að taka örlögin í sínar hendur og lagði eitthvað á sig. Kom í góðu standi á undirbúningstímabilið og vissi hvað Sarri væri að meina. Það er því honum sjálfum að þakka að það gengur betur núna en áður. Ross Barkley hefur blómstrað und- ir stjórn nýs stjóra Chelsea, Ítalans Maurizio Sarri. Barkley lagði örlítið extra á sig í sumar og undirbjó sig fyrir komu Sarri því sá ítalski vill spila ákveðna tegund af fótbolta. Barkley horfði því á hvernig Napoli, liðið sem Sarri stýrði áður, spilaði og fékk þrekþjálfara Chelsea til að koma sér í gott form. Ross Barkley Fæddur: 5. desember 1993 Hæð: 189 cm Leikir í ensku úrvalsdeildinni: 161 Mörk: 24 Stoðsendingar: 21 Tímabilið 2018/2019 Leikir: 9 Mörk: 3 Mörk með hægri: 2 Mörk með vinstri: 1 Skot á mark: 5 Stoðsendingar: 3 Sendingar: 327 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r36 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :0 5 F B 1 1 2 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 4 6 -6 2 2 0 2 1 4 6 -6 0 E 4 2 1 4 6 -5 F A 8 2 1 4 6 -5 E 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.