Fréttablaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 38
Það er orðið ansi langt síðan ég hef sjálfur haldið tónleika hér á landi. Eins og flestir, ef ekki allir, íslenskir tónlistarmenn hlakkar Ólafur Arnalds mjög til að koma fram á Iceland Airwaves í næstu viku enda þá orðin þrjú ár síðan hann spilaði síðast undir eigin nafni hér á landi. „Ég held að ég geti nokkurn veginn fullyrt að Iceland Airwaves eigi sérstakan stað í hjarta allra íslenskra tónlist- armanna. Tíminn til undirbúnings er hins vegar knappari en á öðrum tónleikum, svo það þarf að passa sig að reyna ekki að gera of mikið. Það er orðið ansi langt síðan ég hef sjálf- ur haldið tónleika hér á landi en það var einmitt á Iceland Airwaves árið 2015. Reyndar spilaði ég með techno-bandinu mínu Kiasmos rétt eftir áramótin hér heima en óhætt er að segja að tónleikarnir í næstu viku verði öðruvísi.“ Tvennir tónleikar Ólafur kemur fram á tvennum tónleikum á hátíðinni, á fimmtu- dag og föstudag, og eru þeir hvorir tveggja í Þjóðleikhúsinu og hefjast á miðnætti. „Meginuppistaðan í dagskránni verða lög af nýjustu plötu minni, re:member, sem kom út í lok sumars en ég mun líka flytja nokkur eldri lög í bland við þau nýju.“ Re:member hefur fengið mjög góðar viðtökur heima og erlendis, bæði hjá aðdáendum og gagnrýnendum. Hlaðinn verkefnum Ólafur hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum síðan 2015. Árið 2016 gaf hann út plötuna Island Songs en við gerð hennar ferðuðust hann og Baldvin Z leik- stjóri til sjö mismunandi staða á Íslandi þar sem Ólafur vann með sjö ólíkum listamönnum og Baldvin tók upp myndbönd við lögin sjö. Einnig samdi hann tónlist við sjónvarpsþættina Broadchurch eins og frægt er orðið en fyrir hana hlaut hann hin virtu BAFTA-sjón- varpsverðlaun. Ólafur kom einnig að tónlistinni í þáttunum Electric Dreams sem byggðir eru á verkum rithöfundarins Philips K. Dick. Langur túr fram undan Fyrri hluti árs fór í gerð og upp- töku re:member og segist Ólafur hafa eytt stærstum hluta þess tíma einn í stúdíóinu. „Núna er ég hins vegar að byrja tónleikaferðalag sem klárast einhvern tímann í lok næsta árs. Fyrsta hlutanum er að ljúka núna í þessum töluðu orðum og við komum beint á Airwaves. Eftir tónleikana í næstu viku förum við beint til Bandaríkjanna á stuttan túr og þaðan til Ástralíu. Svo endum við árið á að flytja stóru útgáfuna af „sjóvinu“ heim til Íslands og stillum upp fyrir tónleika í stóra salnum í Hörpu.“ Vegna mikilla anna undanfarið segist Ólafur ekki hafa gefið sér tíma til að kynna sér nægilega vel dagskrá hátíðarinnar. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hef ég ekki náð að skoða dagskrána nógu vel enda er ég búinn að vera á tónleikaferðalagi síðan um miðjan september. En ég er þó mjög hrifinn af Aurora og Blood Orange svo ég nefni nokkra sem koma fram á Airwaves í ár.“ Airwaves á sér sérstakan stað Nýjasta plata Ólafs Arnalds kom út í ágúst og hefur feng- ið góðar viðtökur. Lögin á henni verða í forgrunni tón- leika hans í Þjóðleikhúsinu á fimmtudag og föstudag. „Eftir tónleikana í næstu viku förum við beint til Bandaríkjanna á stuttan túr og þaðan til Ástralíu,“ segir Ólafur Arnalds. myND/ÓLAFUR ARNALDS #CENTERHOTELS centerhotels.com/airwaves Happy Hour & freistandi tilboð! 16:00 ARON BIRKIR 17:00 VIO 18:00 STAFRÆNN HÁKON mmtudag 8. nóvember ÍSAFOLD // CENTERHOTEL ÞINGHOLT Þingholtsstræti 5 101 Rvk. - 595 8535 16:30 MILL 17:30 ARI ÁRELÍUS 18:30 VAR föstudag 9. nóvember JÖRGENSEN // CENTERHOTEL MIÐGARÐUR Laugavegur 120 105 Rvk. - 595 8565 16:00 FEBRÚAR 17:00 MIMRA 18:00 INGUNN HULD laugardag 10. nóvember SKÝ // CENTERHOTEL ARNARHVOLL Ingólfsstræti 1 101 Rvk. - 595 8545 BÝÐUR UPP Á ICELAND AIRWAVES OFF-VENUE TÓNLEIKA STOLTUR STYRKTARAÐILI 4 IcELAND AIRwAvES 3 . N Óv E m B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :0 5 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 4 6 -8 E 9 0 2 1 4 6 -8 D 5 4 2 1 4 6 -8 C 1 8 2 1 4 6 -8 A D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.