Fréttablaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 36
 Þú ert kannski inni á ein- hverjum stað og allt í einu byrjar einhver að spila sem getur breytt lífi þínu. Við ætlum að spila flest lögin af nýju plötunni sem kemur út snemma á næsta ári. Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 Ásgeir Trausti var eitt aðal-númerið á Iceland Airwaves á síðasta ári en þá hélt hann eftirminnilega tónleika í Eldborgar- sal Hörpu við góðar undirtektir. Í ár heldur hann öllu minni og persónulegri tónleika sem fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík dagana 9. og 10. nóvember en þar fá áhorfendur m.a. að heyra mörg ný lög af væntanlegri plötu hans. „Ég mun koma þar fram ásamt Júlíusi Róbertssyni en við ætlum að spila flest lögin af nýju plötunni sem kemur út snemma á næsta ári. Tónleikarnir verða í stíl við Hring- sólstúrinn sem ég fór í sumar, lág- stemmdir og þægilegir, með okkur tvo ásamt tveimur gítörum. Senni- lega hendir maður einhverjum eldri lögum inn á lagalistann líka en aðalfókusinn er nýju lögin.“ Annasamt ár Undanfarið ár hefur verið anna- samt hjá Ásgeiri Trausta. Í upphafi árs kláraði hann tónleikaferðalag í tengslum við plötuna Afterglow sem kom út í fyrra og hóf strax í kjölfarið að semja efni fyrir næstu plötu. „Ég lokaði mig af í sumar- bústað í nokkrar vikur til að semja og þegar því ferli lauk þá fór ég í skíðaferðalag til Austurríkis í nokkra daga. Eftir heimkomuna hófust upptökur í stúdíóinu þannig að árið hefur mestmegnis farið í gerð nýju plötunnar.“ Sérstakur viðburður Utan tónleikanna í Fríkirkjunni stendur hann fyrir viðburði í stúdíóinu Hljóðrita sem ber heitið Straight to Vinyl. Þar munu átta ólíkir listamenn halda stutta óform- lega tónleika, eða taka upp 1-2 lög, sem verða gefin strax út á einni vínylplötu. Einn heppinn gestur fær plötuna að gjöf eftir hverja tónleika sem mun innihalda eitt lag á hvorri hlið. „Það sem gerir þetta sérstakt er að það verður þá aðeins eitt eintak til af hverjum tónleikum og einhver heppinn áhorfandi fær svo að taka það með sér heim. Þetta verða því ekki hefðbundnir tónleikar sem slíkir heldur býðst þeim að halda hér stutta tónleika eða taka bara upp eitt eða tvö lög, það fer bara eftir fílingnum.“ Ekkert sérstakt þema Eins og fyrr segir kemur ný plata út snemma á næsta ári en hann segir hljóðheimi hennar svipa til þess sem hann var að gera á fyrstu plötu sinni, Dýrð í dauðaþögn, sem kom út árið 2012. „Flest lögin eru drifin af kassagítar og píanói, minna af synthum og elektróník. Pælingin í byrjun var að gera lágstemmda kassagítarplötu en það var bara ekki nógu skemmtilegt þannig að platan endaði á að fara í margar áttir. Textarnir eru bæði á íslensku og ensku og verða því gefnar út tvær útgáfur, önnur á íslensku en hin á ensku. Það er því ekki víst að það verði nákvæmlega sömu lögin á báðum útgáfum. Textana vann ég með pabba mínum, Einari Georg, og Júlíusi Róbertssyni en umfjöll- unarefni þeirra fara líka í margar áttir eins og lögin. Því er erfitt að segja að það sé eitthvert sérstakt þema í gangi. Stefnan er sett á útgáfu snemma á næsta ári en ekki er enn kominn útgáfudagur.“ Lágstemmdur og þægilegur Ásgeir Trausti Ásgeir Trausti heldur tvenna tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. MYND/ERNIR Í ár heldur Ásgeir Trausti tvenna tónleika í Frí­ kirkjunni í Reykja­ vík þar sem nýju lögin verða í for­ grunni. Auk þess stendur hann fyrir skemmtileg­ um viðburðum í Hljóðrita þar sem heppnir gestir fá einstaka vínyl­ plötur að gjöf. Bríet verður mjög upptekin á Airwaves. „Ég verð á fimmtu-daginn í Stúdentakjallaranum og svo um kvöldið á Listasafninu og svo verð ég á laugardeginum bæði í Landsbankanum og Sundhöll Reykjavíkur,“ segir hún og lofar sjónrænni ekki síður en hljóðrænni upplifun, sérstaklega í Listasafninu. „Þar verð ég með flottar mynd- skreytingar sem verða svolítið aðalatriðið og þar verða spiluð ný lög sem eru ekki komin út svo ég er spennt fyrir því. Ég verð bara ein, það verður engin hljómsveit eða þannig.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Bríet kemur fram á Airwaves en í fyrra fór hún á nokkra tónleika. „Ég var nýbúin að kynnast kærastanum mínum og hann náði að redda mér miða með því að klippa armband af bróður sínum sem hafði keypt arm- band en komst ekki. Og við límdum það á mig sem er auðvitað harð- bannað,“ segir Bríet, en mælir ekki með þessari aðferð. „Við náðum að sjá eitthvað áður en armbandið var tekið af mér og ég komst ekki lengra og náði ekki að sjá það sem mig langaði mest að sjá. Svo ég var frekar fúl. Ég mæli ekki með þessu, betra bara að kaupa miða.“ Hún er mjög spennt fyrir því að koma fram á Airwaves. „Mér hefur alltaf fundist þetta mjög flott og allt í kringum það. Þú ert kannski inni á einhverjum stað og allt í einu byrjar einhver að spila sem getur breytt lífi þínu. Og það er bara geggjað því þú ert kannski ekki með allt skipulagt heldur bara nokkrir sem þig langar að sjá en svo er kannski einhver á undan eða eftir sem þú hafðir aldrei séð áður. Ég man til dæmis að ég fór í fyrra inn á bókasafn og bjóst við rólegheitum en þá var þungarokks- hljómsveit þar og geðveik læti og mér brá svolítið en svo var það mjög gaman.“ Hún er ánægð með fleira á Airwaves í ár. „Mér finnst merkilegt og frábært að þetta er í fyrsta skipti sem er jafnt kynjahlutfall þó það sé sorglegt að það sé að gerast fyrst núna.“ Bríet sendi frá sér nýtt lag í gær. „Þetta lag hefur verið til í svolítinn tíma og ég er ótrúlega spennt að gefa það út því þetta er lag sem hefur persónulega merkingu fyrir mig,“ segir hún. „Þetta er dúett með Steinari og ég er mjög spennt að fá viðbrögð því það er svolítið öðruvísi en það sem ég hef gert áður.“ Nýja lagið er hægt að finna á Spotify og auðvitað er líka hægt að heyra Bríeti sjálfa flytja það á Airwaves. Frábært að það sé loksins jafnt kynjahlutfall á Airwaves Bríet er átján ára söngkona og rísandi stjarna á íslenskum tónlistarhimni. Hún gaf út sitt fyrsta lag, In Too Deep, í janúar síðastliðnum en lagið hlaut feykilega góðar viðtökur bæði hérlendis og er­ lendis. Bríet hlakkar til að taka þátt í Airwaves en hún kemur nú fram þar í fyrsta sinn. Bríet leggur mikið upp úr því sjónræna þegar hún kemur fram og mega áhorfendur búast við skrautlegu sjónarspili þegar hún kemur fram í Listasafninu á fimmtudaginn. 2 IcELAND AIRwAVES 3 . N óV E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :0 5 F B 1 1 2 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 4 6 -7 A D 0 2 1 4 6 -7 9 9 4 2 1 4 6 -7 8 5 8 2 1 4 6 -7 7 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.