Fréttablaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 42
Ráðstefna Special Olympics á Íslandi ,,Sigurför fyrir sjálfsmyndina” Laugardagur 10. nóvember 2018 kl. 10:15 – 13:00 Radisson BLU Saga Hótel, salur HEKLA 2.h. 09:45 – 10:15 Guðmundur Sigurðsson og Daði Þorkelsson fulltrúar LETR á Íslandi og rannsóknarlögreglumenn taka á móti gestum 10:15 – 10:25 Setning ráðstefnu - Jóhann Arnarsson, varaformaður ÍF og í stjórn Special Olympics á Íslandi 10:25 – 10:35 Special Olympics á Íslandi ,,Hlekkur í stórri keðju tækifæra” Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, frkvstj. Special Olympics á Íslandi 10:35 –10:50 Ásmundur Einar Daðason, félags og jafnréttismálaráðherra 10:50 – 11:05 Herdís Hreiðarsdóttir, móðir & Jónas Björnsson, knattspyrnumaður 11:05 – 11:20 „Unified golf” Heida Guðnadóttir, systir og Bjarki Guðnason, bróðir 11:20 – 11:35 „Unified badminton” Jónas Sigursteinsson, þjálfari, Þorsteinn Goði Einarsson og Guðmundur K. Jónasson, keppendur 11:-35: 11:50 Ný grein, - Nútímafimleikar, Sigurlín Jóna Baldursdóttir þjálfari, Arna Dís Ólafsdóttir og Hekla B. Hólmarsdóttir, keppendur 11:50 – 12:10 Hlé 12:10 – 12:25 Karlotta J. Finnsdóttir, móðir, Ásgeir Þ.Árnason, faðir, Ásdís Ásgeirsdóttir, keppandi í listhlaupi á skautum 12:25 – 12:45 YAP - Young Athlete Project. Heilsuleikskólinn Háaleiti, Ásbrú (Skólar ehf) Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari og Stefan C Hardonk, faðir 12:45 – 13:00 Samantekt og spurningar úr sal Ráðstefnustjórar eru Aron Freyr Heimisson, knattspyrnumaður og Bára Ólafsdóttir, sundkona. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir Við bjuggum í Bandaríkj-unum þegar við gerðum okkur grein fyrir að hann var eitthvað öðruvísi,“ segir Herdís um Jónas Inga. „Hann á tveimur árum eldri systur sem var fljót til að læra en hann var seinn til og við fundum strax að það var eitthvað ekki eins og það átti að vera.“ Jónas fékk ekki greiningu úti en þegar hann var fimm ára og fjölskyldan flutti heim var hann greindur með ódæmigerða einhverfu. „Hann talaði mjög lítið og átti erfitt með skapið en var mjög kraftmikill og fjörugur svo okkur fannst kjörið að senda hann í íþróttir hjá Íþrótta- félaginu Ösp sem er íþróttafélag án aðgreiningar. Okkur fannst líklegra að hann myndi spjara sig betur í einstaklingsíþrótt þar sem hann þyrfti ekki að taka tillit til annarra svo hann fór að æfa sund.“ Fljótlega fékk Jónas þó áhuga á fótbolta og hann byrjaði að æfa fótbolta með Öspinni um tíu ára aldur. „Við prófuðum fyrst að senda hann í almennt félag en það hentaði honum ekki, hann var orðinn svo stór og þar eru gerðar svo miklar kröfur þegar krakkar eru komnir á þennan aldur,“ segir Herdís. „Þar snýst allt um sigur og að keppa og getuskiptingu sem eru ekki alveg sömu gildin og hjá Öspinni. Hann hefur spilað þar síðan undir stjórn þjálfarans Darra McMahon sem er alveg einstakur.“ Þegar Jónas var fimmtán ára fékk hann boð um að keppa á Evrópu- leikum Special Olympics í Belgíu sem var hans fyrsta stóra mót. „Það eru ekki margir sem æfa fótbolta fyrir fatlaða á Íslandi og því eru ekki mörg tækifæri til að keppa á Íslandi,“ segir Herdís. „Þess vegna var það frábært tækifæri og mikill heiður fyrir 16 ára ungling að vera valinn í landslið Íslands í fótbolta. Ekki í A-landsliðið en landslið var það samt.“ Foreldrar Jónasar fóru með út en hann dvaldi í sérstöku keppenda- þorpi leikanna og hitti þau aðeins kringum leiki. „Það var erfitt að sleppa hendinni af honum því hann var með þeim yngstu. En ég gleymi aldrei hvað ég var stolt. Ég hefði aldrei trúað að ég myndi sjá einhverfa strákinn minn taka þátt í hópíþrótt og vera hluta af liði.“ Hún nefnir einnig hvað það er dýrmætt fyrir Jónas Inga félagslega að taka þátt í Special Olympics. „Þó honum hafi liðið ágætlega í skóla án aðgreiningar og vel haldið utan um hann þá er hann þar ekki á jafnréttisgrundvelli. En á Special Olympics eru allir á jafningja- grundvelli þar sem leikarnir eru þannig uppbyggðir að fyrst eru æfingaleikir og svo raðað í lið eftir getu. Þar getur hann látið ljós sitt skína og skarað fram úr.“ Ári síðar var Jónasi boðið að taka þátt í heimsleikum Special Olympics í Los Angeles. „Þá fórum við systir hans með sem klapplið,“ segir Herdís og bætir við: „Þar var mikil harka og mömmunni var nóg um en þeir stóðu sig með prýði og enduðu í fjórða sæti. Hann var ekki alveg sáttur við það en stærsti lær- dómurinn er að þó að þú tapir leik þá er það bara að halda áfram, eins og fyrirmyndirnar í A-landsliðinu.“ Í dag er Jónas Ingi á starfsbraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og tekur líka almenna áfanga í skólanum. „Hann vinnur líka sem aðstoðarmaður á æfingum í boccia hjá Öspinni. Hann hlakkar til heimsleikanna í Abú Dabí á næsta ári og framtíðin er björt.“ Jónas Ingi hefur verið valinn í knattspyrnulið Íslands á Special Olympics þrisvar sinnum og er nú á leið til Abú Dabí í vor. ÞÁTTTAKAN ER AÐALATRIÐIÐ Á SPECIAL OLYMPICS Samtökin Special Olympics International (SOI) voru stofnuð af Kennedy- fjölskyldunni 1968 og forseti SOI er Timothy Kennedy Shriver. Áhrif Kenn- edy fjölskyldunnar koma fram í öllu starfi samtakanna sem hafa náð gífurlegri útbreiðslu. Starfsemin byggist upp á því að skapa einstaklingum með þroskahömlun/sérþarfir tækifæri til þátttöku í íþróttastarfi þar sem virðing og jafnræði ríkir og allir eru sigurvegarar. Allir geta verið með, jafnt byrjendur sem lengra komnir. Yfir 500 Íslendingar hafa fengið tækifæri til þátttöku á heimsleikum Special Olympics sem haldnir eru fjórða hvert ár. Auk íþróttastarfs stendur SOI fyrir alþjóðaverkefnum sem miða að því að bæta heilsufar, menntun og daglegt líf þessa hóps. Alþjóðaskrifstofa er í Washington og Evrópu- skrifstofa í Brussel og Dublin. Umfang og glæsileiki heimsleika Special Olympics líkist helst Ólympíumótum en keppnisform er gjörólíkt. Engin lágmörk þarf á leikana og jafnt byrjendur sem lengra komnir taka þátt. Þátttakan er aðalatriðið, allir keppa aðeins við sína jafningja og allir eiga sömu möguleika á verðlaunum. Hugmyndafræði Special Olympics byggir á gildi umburðarlyndis og jafnræðis þar sem áhersla er á þátttöku, ánægju, einstaklingsmiðaða færni og ekki síst vináttu. Nánar um Special Olympics www.specialolympics.org. Framhald af forsíðu ➛ Áætlað er að Special Olympics verði stærsti íþróttaviðburður heims árið 2019. Íþrótta- samband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi senda 38 kepp- endur í 10 íþróttagrein- um. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . N Óv E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :0 5 F B 1 1 2 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 4 6 -7 5 E 0 2 1 4 6 -7 4 A 4 2 1 4 6 -7 3 6 8 2 1 4 6 -7 2 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 1 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.