Fréttablaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 32
H in sænska Beat­rice Fihn stýrir samtökunum Int­ernational Camp­aign to Abolish Nuclear Weapons (ICAN) og hefur gert frá árinu 2014. Síðasta ár var stórt fyrir samtökin. Í júlí greiddu 122 ríki atkvæði með nýjum sáttmála um bann við kjarn­ orkuvopnum og var hann því sam­ þykktur þrátt fyrir harða andstöðu kjarnorkuríkja og bandamanna þeirra. Í október veitti Fihn svo friðarverðlaunum Nóbels viðtöku fyrir hönd ICAN. Í viðtali við Fréttablaðið segir Fihn að afstaða Íslands í málinu komi henni á óvart, að nýtt vígbún­ aðarkapphlaup sé fram undan og að kjarnorkuvopn beri að setja á sama stall og til dæmis efnavopn. Engin góð efnavopnaríki Að sögn Fihn er enginn eðlismunur á því að Norður­Kórea eða ríki sem almennt telst ábyrgara eigi kjarn­ orkuvopn. „Það eru engin ábyrg lífefnavopnaríki. Vopnin sjálf eru vandamálið. Svo höfum við líka fengið að sjá hversu hratt jafnvel vestræn lýðræðisríki fara úr ábyrgri og stöðugri stjórn í röklausa skap­ ofsastjórn.“ Og jafnvel þótt stjórnendur séu ábyrgir segir Fihn að slíkt komi ekki í veg fyrir mistök, misskilning eða slys. Heimsbyggðin hafi séð á tímum kalda stríðsins að misskilningur leiddi nærri til kjarnorkustyrjaldar. Aðspurð um þann rökstuðning fyrir tilvist kjarnorkuvopna að þau búi yfir ákveðnum fælingarmætti sem fyrirbyggir stríð svarar Fihn því að það sé bara kenning. „Ef þú horfir til raunveruleika kjarnorkuvopna sérðu að þau ógna öryggi allra þjóða og eru þess megnug að valda gífur­ legri þjáningu. Það að eiga kjarn­ orkuvopn þýðir að þú hótar því í raun stanslaust að fremja fjöldamorð á almennum borgurum.“ Undarlegar undanþágur Fihn segir að ICAN hafi verið stofnuð með það að leiðarljósi að notkun vopna sem ekki er hægt að forða almennum borgurum undan stang­ ist í raun á við alþjóðavopn og þau beri því að banna. „Þannig að við sprettum upp úr hreyfingunum sem stuðluðu að banni lífefnavopna, efnavopna, jarðsprengja og klasasprengja og við ákváðum að vinna að banni og útrýmingu kjarnorkuvopna,“ segir Fihn. Að hennar sögn hafa kjarnorku­ vopn of lengi verið undanþegin alþjóðalögum í raun. „Jafnvel ríki sem berjast fyrir mannréttindum og virða stríðslög, passa sig að drepa ekki almenna borgara, virðast gera stóra undanþágu fyrir kjarnorku­ vopn. Þeim finnst þau einhvern veginn í lagi. Svona eins og þau séu eiginlega ekki raunveruleg vopn. Fólk lítur á þetta sem eitthvert pólit­ ískt stefnumál en ekki hernaðarmál,“ segir Fihn. Þess vegna, segir Fihn, vill ICAN reyna að fá fólk til þess að viður­ kenna raunveruleika kjarnorku­ vopna. „Þau eru stór, tröllvaxin, ómannúðleg gjöreyðingarvopn sem valda gífurlegri þjáningu og við viljum vinna að banni og útrýmingu þeirra.“ Nóbelsverðlaunin breyttu miklu fyrir samtökin, að sögn Fihn. Þau fengu fólk til þess að hafa áhuga á málaflokknum og gerði samtök­ unum kleift að beita meiri þrýstingi. Að auki leiddu þau til þess að fleiri ríki undirrituðu bannsáttmálann og til umræðu í kjarnorkuríkjum. „Við vitum að til dæmis á Íslandi hefur verið lögð fram tillaga á þingi um að Ísland ætti að skrifa undir og fullgilda sáttmálann,“ segir Fihn. Bætir því við að verðlaunin hafi haft mikil áhrif á starf samtakanna er varðar gerð sáttmálans. Ísland meðsekt kjarnorkuveldunum Fréttablaðið ræðir við Beatrice Fihn, stjórnanda nóbelsverðlauna- samtakanna ICAN, um baráttuna gegn kjarnorkuvopnum, afstöðu Íslands í málinu og framtíðarhorfur kjarnorkumála í heiminum. Beatrice Fihn þegar hún veitti nóbelsverðlaununum viðtöku fyrir hönd samtaka sinna, ICAN. NordICphotos/AFp  Hvers vegna er Ísland ekki með? Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra sagði í svari við fyrir- spurn Smára McCarthy um þá ákvörðun Íslands að gerast ekki aðili að sáttmálanum um bann við kjarnorku- vopnum að afstaða Íslands sé skýr. „Hún er sú að stefna skuli að kjarnavopnalausri veröld og að kjarnavopnum sé eytt með mark- vissum og gagn- kvæmum hætti.“ „Ísland studdi hins vegar ekki þá ályktun og þær viðræður sem leiddu til samningsins um bann við kjarna- vopnum. Ástæðan var m.a. sú að fyrir fram var ljóst að kjarnavopnaveldin myndu ekki taka þátt í þessu ferli og fyrirséð að ekki næðist árangur nema þau sætu við samningaborðið. Því telja íslensk stjórnvöld það raunhæfustu leiðina og líklegasta til árangurs að styðjast við þá samninga og ferli sem fyrir liggja, ekki síst samning- inn um bann við útbreiðslu kjarna- vopna (NPT- samninginn), sem kjarna- vopnaveldin eru aðilar að,“ sagði í svari ráðherra. Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Ísland meðsekt Fihn segir að það hafi komið sér á óvart að Ísland hafi ekki stutt gerð sáttmálans. „Ég held að Ísland eigi sér góða sögu um að hafa staðið fyrir mannréttindum og stutt setningu banns við lífefnavopnum, efnavopn­ um, jarðsprengjum, klasasprengjum og hefur tekið afstöðu gegn beitingu vopna gegn almennum borgurum,“ segir hún og bætir við: „Ísland hefur líka stutt baráttuna fyrir kjarnorkuafvopnun og fest það í lög að vopn megi ekki ferðast í gegnum Ísland. Þannig að ég held að það væri eðlilegt að Ísland skrifaði undir. Það þýðir ekki að þið þyrftuð að segja ykkur úr NATO. Það þýðir einfaldlega að Ísland þyrfti að stað­ festa að ríkið myndi biðja um að kjarnorkuvopn væru ekki notuð af þess hálfu.“ Sem meðlimur NATO er Ísland hluti kerfisins sem viðheldur kjarn­ orkuvopnum, segir Fihn. „Það eru bara níu kjarnorkuríki en mun fleiri ríki, til dæmis Ísland, sem eru þögul eða meðsek í þessu máli. Þessi ríki leyfa þessu ástandi að viðgangast í sínu nafni.“ Ísland er ekki bara áhorfandi í málinu, að sögn Fihn, og stendur nú frammi fyrir vali. „Ísland þarf að taka afstöðu. Vill það vinna að heimi án kjarnorkuvopna eða vera meðsekt í þessu nýja vígbúnaðar­ kapphlaupi?“ Nítján hafa fullgilt Til þess að samningurinn taki laga­ legt gildi þurfa fimmtíu ríki að full­ gilda hann. Fihn segir að það hafi nítján ríki nú þegar gert á einu ári og að hún búist við því að ríkin verði fimmtíu undir lok næsta árs. Málið taki hins vegar tíma enda þurfi það víða að fara í gegnum þjóðþing sem krefst umræðu og nefndarstarfa. „Þegar fimmtíu ríki hafa skrifað undir mun standa í alþjóðalögum að kjarnorkuvopn séu ólögleg. Auð­ vitað kemur þá engin heimslögga og handtekur kjarnorkuveldin en þetta mun gefa baráttufólki aukið vægi. Þetta mun gefa ríkjum sem eru and­ víg kjarnorkuvopnum meira vald til þess að pressa á kjarnorkuveldin og bandamenn þeirra og þetta þýðir að nýtt norm verður til.“ Og kjarnorkuveldin og banda­ menn þeirra, til að mynda Ísland, munu að sögn Fihn standa fyrir utan þetta nýja norm. Hún segir að þrýstingur á þau muni aukast og bankar gætu til að mynda hætt öllum fjárfestingum í framleiðendum kjarnorkuvopna. „Við viljum taka fjármagnið af fram­ leiðendum kjarnorkuvopna og í raun gera vopnin sjálf óaðlaðandi fyrir þessi ríki.“ Ógnin enn til staðar Fihn segir að Bandaríkin og Rússland séu við það að hefja nýtt vígbúnaðar­ kapphlaup. Trump hafi til að mynda dregið Bandaríkin út úr sáttmála um bann við millidrægum eldflaugum sem Bandaríkin og Sovét ríkin gerðu árið 1987. „Eldflaugarnar sem þarna voru bannaðar voru ætlaðar Evrópu. Þeim var ætlað að sprengja í loft upp evr­ ópskar borgir. Það sem er núna að gerast er að við erum á barmi nýs víg­ búnaðarkapphlaups og við verðum ekki endilega eins heppin nú og við vorum síðast. Þetta er raunveruleg ógn við öryggi okkar,“ segir Fihn. Að auki segist Fihn hafa áhyggjur af tækniþróun í þessu samhengi. Til að mynda af þróun sjálfstýrðra vopna, stafrænum hernaði og því að heimur­ inn nú sé töluvert óútreiknanlegri en á dögum kalda stríðsins. „Það þýðir að ákvarðanir verða ekki eins upp­ lýstar og áður. Við munum ekki endi­ lega vita hvaðan árásin sem verið er að svara kom, til dæmis vegna tölvu­ árása. Þetta gerir kjarnorkuvopn mun hættulegri í dag en þau hafa nokkurn tímann verið.“ Umræðan hjálpar Kjarnorkuvopn hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Íranssamningurinn og ákvörðun Trumps um að draga Bandaríkin út úr honum, deilurnar á Kóreuskaga og sú óvænta þíða sem komst svo í þau samskipti hafa vakið heims athygli. Fihn segir að þrátt fyrir að þetta séu uggvænlegir tímar hafi þessar fréttir vakið fólk af værum blundi. „Margir héldu að eftir lok kalda stríðsins hefði þetta mál einfaldlega verið leyst og að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur. En auðvitað muna margir að þessi vopn eru enn þá til og að við þurfum að gera eitthvað í því. Þannig að okkur finnst baráttan aldr­ ei hafa verið öflugri þar sem sífellt fleiri slást í lið með okkur,“ segir Fihn. Hún bætir því þó við að á sama tíma séu kjarnorkuveldin að uppfæra vopnabúr sín og að stjórnarfar víða hafi þróast í alræðisátt. „Ég held að það sé engin tilviljun að kjarnorkumál séu komin á dag­ skrá aftur á sama tíma og við erum að sjá valdboðssinna stæra sig af stærð vopna sinna og sýna andlýðræðis­ legan, illskeyttan, þjóðernishyggju­ legan og ógnandi málflutning. Þetta helst í hendur. Kjarnorkuvopn og lýðræði fara illa saman.“ 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r32 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :0 5 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 4 6 -1 D 0 0 2 1 4 6 -1 B C 4 2 1 4 6 -1 A 8 8 2 1 4 6 -1 9 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.