Fréttablaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 8
Bæjarlistamaður
Seltjarnarness 2019
Menningarnefnd Seltjarnarness auglýsir eftir umsóknum
frá listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi eða rökstuddum
ábendingum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður
Seltjarnarness 2019.
Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur að upphæð einni milljón króna.
Bæjarlistamaður Seltjarnarness skal vera reiðubúinn að vinna
með menningarsviði bæjarins að því að efla áhuga á list og
listsköpun á Seltjarnarnesi og taka þátt í viðburðum bæjarins
með það að leiðarljósi.
Umsækjendur og þeir sem senda inn ábendingar eru beðnir um
að haga umsóknum í samræmi við reglur um Bæjarlistamann
sem finna má á heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is.
Umsóknir og tilnefningar þurfa að vera rökstuddar. Listamenn
láti ítarlegar upplýsingar um náms- og starfsferil sinn fylgja sem
og hugmyndir um á hvern hátt nýta eigi styrkinn við listsköpun.
Umsóknum og/eða ábendingum skal skilað fyrir 25. nóvember
n.k. í gegnum heimasíðu bæjarins (umsóknir/eyðublöð), með
tölvupósti á netfangið maria.b.oskarsdottir@seltjarnarnes.is eða
bréfleiðis á Bæjarskrifstofur Seltjarnarness, Austurströnd 2, 170
Seltjarnarnesi merkt: „Bæjarlistamaður 2019“.
Menningarnefnd Seltjarnarness
www.seltjarnarnes.is
GRÆNLAND Iðnaðar- og orkumála-
ráðherra Grænlands, Aqqalu Jerimi-
assen, er um þessar mundir í Kína
til að kenna Kínverjum að drekka
bráðið jökulvatn. Vegna mikillar
mengunar í Kína þamba Kínverjar
drykkjarvatn sem tappað hefur
verið á flöskur.
Grænlenska jökulvatnið er sagt
laust við bakteríur þar sem það
hefur verið frosið í innlandsísnum
í allt að 50 þúsund ár. Það er þess
vegna sterílt frá náttúrunnar hendi.
Grænlendingar vonast til að stór
markaður geti verið fyrir vatnið í
Kína. – ibs
Kenna Kínverjum að drekka bráðið vatn úr jöklinum
Ilulissat-fjörður á Grænlandi.
NORDICPHOTOS/AFP
FÉLAGSMÁL „Ég hef fundið fyrir gríðar-
legum stuðningi úr öllum áttum.
Meðal annars frá félögum mínum,
öðrum félögum og almenningi,“
segir Heiðveig María Einarsdóttir
sem var nýlega rekin úr Sjómannafé-
lagi Íslands.
Ástæðan fyrir brottvísun Heið-
veigar er sú að trúnaðarmannaráð
félagsins telur að hún hafi unnið
gegn hagsmunum þess. Framferði
hennar og árásir á forystuna hafi leitt
til þess að sameiningarviðræður Sjó-
mannafélags Reykjavíkur við önnur
sjómannafélög hafi farið út um þúfur.
„Það þarf að kæfa þetta í fæðingu
svo þetta verði ekki fordæmisgef-
andi. Nú er ég að undirbúa mál fyrir
Félagsdómi en ég vona að menn taki
sönsum. Miðað við það sem á undan
er gengið er ég samt ekki bjartsýn. Það
er klárlega kominn tími til að hreinsa
til í félaginu og ég er enn vissari um
það en áður,“ segir Heiðveig.
Hópur félagsmanna í Sjómanna-
félagi Reykjavíkur hefur krafist þess
að félagsfundur verði haldinn hið
fyrsta þar sem þessi mál verði rædd.
Má ekki verða fordæmisgefandi
Heiðveig María segir tíma til kominn að hreinsa til í Sjómannafélagi Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Heiðveig segist alls ekki af baki dottin.
„Ég er sannfærð um að snemma næsta
vor munu sjómenn standa sameinað-
ir allir sem einn tilbúnari en nokkru
sinni fyrr í samningaviðræður. Ég
ætla að beita mér áfram af öllu afli til
að það verði að veruleika.“
Í gær sendu fjórir verkalýðsleið-
togar frá sér yfirlýsingu þar sem þeir
fordæma vinnubrögð Sjómannafé-
lags Íslands. Aðalsteinn Baldursson,
formaður Framsýnar á Húsavík, sem
skrifar undir yfirlýsinguna ásamt Sól-
veigu Önnu Jónsdóttur, formanni Efl-
ingar, Vilhjálmi Birgissyni, formanni
Verkalýðsfélags Akraness, og Ragnari
Þór Ingólfssyni, formanni VR, segir
málið fordæmalaust.
„Ég er búinn að vera lengi í þessu
og kannast ekki við að þetta hafi
gerst áður í íslenskri verkalýðshreyf-
ingu. Þarna er verið að reka hana úr
félaginu vegna skoðana sem tengjast
rekstri félagsins og bókhaldi,“ segir
Aðalsteinn.
Þá bendir Aðalsteinn á að þar sem
Sjómannafélag Íslands hafi klofið sig
út úr ASÍ geti Heiðveig ekkert snúið
sér með málið.
„Ef einhver hinna tæplega fjögur
þúsund félagsmanna Framsýnar
er ósáttur við okkur, þá getur hann
leitað til ASÍ með sín mál. Svo skynja
ég að konur séu ekki vinsælar í karla-
heimi sjómanna. Þetta er annað
dæmið sem ég verð vitni að nýlega
um það.“
Í gær barst einnig yfirlýsing frá Sjó-
mannafélaginu Jötni í Vestmanna-
eyjum en félagið dró sig út úr sam-
einingarviðræðum við Sjómannafélag
Íslands um miðjan október. Þar segir
að það geti ekki talist brottrekstrar-
sök að gagnrýna stjórnunarhætti
yfirstjórnar stéttarfélags. Þá segir að
ásakanir einar og sér hafi ekki leitt
til frestunar sameiningarviðræðna
heldur hafi fleiri ástæður komið til.
Deilur innan Sjómannafélags Íslands
séu eingöngu milli aðila þar.
sighvatur@frettabladid.is
Heiðveig María Einars-
dóttir, sem nýlega var
rekin úr Sjómannafélagi
Íslands, segist enn vissari
en áður um að það þurfi
að hreinsa til í félaginu.
Yfir 100 félagsmenn
hafa farið fram á fund
til að fara yfir málið.
Aðalsteinn Baldursson,
formaður Framsýnar á
Húsavík, segir málið for-
dæmalaust.
Nú er ég að undir-
búa mál fyrir
Félagsdómi en ég vona að
menn taki sönsum
Heiðveig María Einarsdóttir
STJÓRNSÝSLA Samtök iðnaðarins
(SI) mótmæla harðlega tillögum
um breytta skipan ráðuneyta í
Stjórnarráði Íslands. SI telja að með
breytingunni verði málefni íbúða-
markaðar áfram munaðarlaus mála-
flokkur.
Fyrirhuguð breyting felur meðal
annars í sér að ráðherra félagsmála
verður einnig barnamálaráðherra
og þá munu jafnréttismálin fær-
ast inn í forsætisráðuneytið. Það
sem SI leggst gegn er hins vegar sú
fyrirætlan að flytja málefni er varða
mannvirki úr umhverfis- og auð-
lindaráðuneytinu til félagsmála-
ráðuneytisins. Er það gert með þeim
rökum að undir það ráðuneyti heyri
málefni er varða húsnæðislán, húsa-
leigu, fjöleignarhús o.s.frv.
„Samtökin hafa bent á að málefni
íbúðamarkaðar, þ.m.t. uppbygging
íbúðarhúsnæðis og skipulagsmál,
séu munaðarlaus málaflokkur í
stjórnarráðinu í ljósi þess að hús-
næðismál eru á verksviði vel-
ferðarráðuneytisins, skipulagsmál
og málefni mannvirkja eru á for-
ræði umhverfis- og auðlindaráðu-
neytisins og málefni sveitarfélaga
eru á forræði samgöngu- og sveitar-
stjórnar ráðuneytisins,“ segir í
umsögn SI.
Þá segja samtökin að brýn þörf
sé á að auka skilvirkni og einfalda
framkvæmd innan málaflokksins en
fyrirhuguð breyting sé ekki til þess
fallin. Þvert á móti muni hún flækja
kerfið. Málefni mannvirkja muni í
raun fara úr því að vera jaðarmála-
flokkur í einu ráðuneyti yfir í að
vera jaðarmálaflokkur í öðru.
„Að mati samtakanna ætti að færa
húsnæðismál úr velferðarráðuneyti
og bygginga- og skipulagsmál úr
umhverfis- og auðlindaráðuneyti
yfir í samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðuneyti þannig að úr verði öflugt
innviðaráðuneyti þar sem þessi
mikilvægi málaflokkur yrði í heild
sinni,“ segir í umsögninni. – jóe
Málefni mannvirkja verði áfram munaðarlaus
Málefni mannvirkja eru dreifð um stjórnarráðið. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
KÓPAVOGUR Öldungaráð Kópavogs-
bæjar samþykkti á fundi sínum í
gær tillögu þess efnis að skora eldri
borgara sveitarfélagsins á hólm í
bocciaknattleik. Bæjarfulltrúi segir
að það muni verða á brattann að
sækja.
„Við búum við eitt blómlegasta
íþrótta- og félagsstarf eldri borgara
hér í Kópavogi. Í upphafi síðasta
kjörtímabils öttum við kappi við
bæjarfulltrúa og eldri borgara
Garðabæjar í boccia og burstuðum
þau. Því vildu þau ekki keppa við
okkur aftur,“ segir Birkir Jón Jóns-
son, bæjarfulltrúi Framsóknar-
flokksins.
Því hafi verið ákveðið að koma
á nokkurs konar Kópavogsleikum
í boccia. Birkir segir að gott sam-
starf hafi verið milli bæjarfulltrúa
og eldri borgara og markmiðið sé
að efla tengsl og jákvæð samskipti.
Birkir er sjálfur lunkinn bridsspil-
ari en ekki kom til greina að bæta
bridsi á dagskrána.
„Það er ljóst að það verður við
ramman reip að draga í boccia enda
hafa eldri borgarar sveitarfélagsins
unnið þar frækna sigra. Trúlega þarf
bæjarstjórnin að fara í einhverjar
æfingabúðir. Þau eru einnig gríðar-
lega öflug í brids og við lögðum ekki
í þá keppni,“ segir Birkir.
Ekki liggur fyrir hvenær kapp-
leikurinn fer fram. – jóe
Bæjarfulltrúar
skelkaðir fyrir
bocciaviðureign
Frá viðureign Garðabæjar og Kópa-
vogs árið 2014. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Vonast er til að stór
markaður myndist fyrir
jökulvatnið í Kína
3 . N Ó V e M b e R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R8 F R É T T i R ∙ F R É T T A b L A ð i ð
0
3
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:0
5
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
4
6
-5
3
5
0
2
1
4
6
-5
2
1
4
2
1
4
6
-5
0
D
8
2
1
4
6
-4
F
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
1
2
s
_
2
_
1
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K