Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.11.2018, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 03.11.2018, Qupperneq 18
Fótbolti Heimir Guðjónsson er búinn að koma sér vel fyrir í Fær- eyjum þar sem hann stýrði liði HB Tórshavn til sigurs í deildinni á fyrsta tímabili sínu í Færeyjum. Heimir söðlaði um og hélt til Fær- eyja eftir að FH sagði upp samningi hans. Í dag er nákvæmlega eitt ár liðið frá því að hann skrifaði undir og gekk fyrsta tímabilið betur en hann hefði þorað að vona. Undir stjórn Heimis setti HB nýtt stigamet í deildinni með 73 stig úr 27 leikjum. „Ég held að það sé alveg hægt að segja að þessi árangur hafi verið vonum framar. Síðustu tvö árin hefur liðið lent í fimmta sæti og það var kominn þorsti í að ná árangri. Markmið liðsins var að komast í Evrópukeppni en það var frábært að ná titlinum strax í fyrstu tilraun, það er alltaf jafn góð tilfinning að vinna titla,“ segir Heimir og heldur áfram: „Auðvitað stefnir maður alltaf á að vinna alla leiki og vinna alla titla en við ræddum um að þetta gæti tekið smá tíma. Leikmannahópur- inn var tiltölulega ungur og það gæti tekið 2-3 ár að búa til lið sem gerði atlögu að titlinum en þetta small hjá okkur þó að ekki hafi margir búist við því að HB yrði meistari í ár.“ Tap strax í fyrsta leik HB fékk skell í fyrsta leik tímabils- ins, 0-3 tap gegn Klaksvík á heima- velli sínum, en í næstu 26 leikjum unnust 24 sigrar og fékk HB 73 stig af 78 mögulegum. „Það voru miklar væntingar fyrir fyrsta leikinn, heimaleikur gegn KÍ sem er með sterkan hóp og öfl- ugan þjálfara. Við fengum á okkur þrjú mörk úr föstum leikatriðum, spennustigið var ef til vill of hátt en fall reyndist fararheill. Það sem tók við var magnað, ég man ekki eftir því að hafa átt svona gott tímabil áður.“ HB var í dauðafæri að vinna tvö- falt heima fyrir en tapaði í víta- spyrnukeppni gegn B36 í úrslitum bikarsins í eftirminnilegum leik. B36 jafnaði metin með síðustu spyrnu leiksins og náði að knýja fram framlengingu þrátt fyrir að vera aðeins með níu leikmenn inná. „Við getum ekki kennt neinum öðrum en okkur sjálfum um þann leik, við misstum alveg hausinn þarna undir lokin þegar þeir vildu leysa leikinn upp og koma þessu í einhvern bardaga. Út frá því misst- um við hausinn og fengum á okkur mark á lokasekúndum venjulegs leiktíma. Við fengum svo framleng- ingu þar sem við sköpuðum einhver færi en ekki nóg. Þá þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og þar getur allt gerst,“ Talsvert var um stimpingar í leiknum. „Færeyingar eru ekkert að æsa sig yfir því að menn lendi í minniháttar stimpingum úti á vellinum sem er jákvætt að mínu mati. Það er ekki verið að henda rauðu á menn þó að það sé aðeins verið að ýta eins og oft er annars staðar.“ Mikil ástríða í Færeyjum Ástríðan fyrir knattspyrnu er mikil í Færeyjum sem var eitthvað sem heillaði Heimi þegar honum bauðst starfið hjá HB. „Þeir hafa mikla ástríðu fyrir fót- bolta í Færeyjum og áhuginn er mikill. Það er mikill uppgangur í fótboltanum hérna og landsliðin hafa verið að ná fínum úrslitum að undanförnu og það heillaði mig,“ segir Heimir og bætir við: „Færeyingar eru klókir við að setja leiki á sama tíma og bæjar- hátíðir fara fram og þá fjölmennir fólk á leikinn og það myndast góð stemming á föstudagskvöldum, eitt- hvað sem var ekki hægt á Íslandi.“ Færeyska deildin er enn á eftir þeirri íslensku í gæðum að mati Heimis. „Það er á hreinu að Pepsi-deildin er sterkari en sú færeyska. Ef ég tek HB sem dæmi sem ég þekki hvað best þá tel ég að HB geti spilað í Pepsi-deildinni en með núverandi leikmannahóp mundum við ekki berjast um titilinn heldur um miðja deild. Ungir færeyskir leikmenn eru ekkert langt á eftir þeim íslensku í tækni en það vantar aðeins upp á líkamlegan styrk.“ Mun skoða íslenska leikmenn Heimir fékk tvo íslenska leikmenn til liðs við sig, Brynjar Hlöðversson og Grétar Snæ Gunnarsson. Brynjar var tilnefndur sem leikmaður ársins á fyrsta ári og er Heimir honum afar þakklátur. „Ég talaði við þjálfara sem hafa unnið með Binna og aðra og það töl- uðu allir vel um hann. Hann stóð sig feikilega vel á þessu tímabili, sterkur varnarlega og mikill leiðtogi í hópn- um. Grétar kom aðeins seinna inn, ég þekkti hann vel og hann stóð sig vel þótt það hafi vantað örlítið upp á stöðugleika. Það er eðlilegt hjá ungum mönnum og ég er viss um að hann verður góður knattspyrnu- maður.“ Heimir gerir ráð fyrir að kanna íslenska leikmannamarkaðinn fyrir næsta tímabil. „Ég mun örugglega reyna að skoða íslenska markaðinn vel fyrir næsta tímabil. Það er alltaf erfiðara að verja titilinn og ég mun eflaust reyna að fá einhverja leikmenn yfir frá Íslandi,“ segir Heimir sem vonar að íslenskir leikmenn séu tilbúnir að taka skrefið yfir til Færeyja þar sem liðið keppir í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. „Það var ein af ástæðum þess að ég vildi vera áfram, ég vildi leiða liðið inn í undankeppni Meistara- deildarinnar. Það eru ýmsir mögu- leikar til staðar ef rétt er haldið á spilunum.“ Hann segist ekki vera kominn með færeyskuna á hreint en stefnir á að ná betri tökum á henni. „Ég er að skána hægt og bítandi. Ég skil margt en það er erfiðara að tala. Flestir fundir fara fram á ensku en ég stefni að því að halda einn fund á næsta ári á færeysku,“ sagði hann léttur að lokum. kristinnpall@frettabladid.is Titill á fyrsta ári vonum framar Fyrsta ár Heimis Guðjónssonar í Færeyjum gekk eins og í sögu. Lið hans bætti stigametið í deildinni og komst í úrslit bikarsins. Heimir hreifst af ástríðu Færeyinga fyrir knattspyrnu og vonast til að fá fleiri Íslendinga yfir. Heimir fylgist vandlega með á hliðarlínunni í leik með HB Tórshavn í haust. Mynd/HB TórsHavn Fótbolti Arsenal tekur á móti Liver- pool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 17.30 í dag. Liverpool er í 2. sæti deildarinnar með 26 stig, fjórum stigum á undan Arsenal sem er í 4. sætinu. Rauði herinn getur því skotist á toppinn í dag, allavega um stundarsakir. Topplið Manchester City mætir Southampton á morgun. Bæði lið eru á góðum skriði. Arsenal hefur unnið tólf af síðustu 13 leikjum sínum í öllum keppnum eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu. Töpin komu gegn City og Chelsea en Arsenal hefur ekki mætt liðum af svipuðum styrkleika fyrr en nú. Það reynir því á strákana hans Unai Emery í dag. Liverpool hefur unnið átta af fyrstu tíu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og gert tvö jafntefli. Á sama tíma í fyrra var Liverpool með átta stigum minna en nú. Aðal- breytingin á milli ára felst í bættum varnarleik. Liverpool hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í fyrstu tíu umferðunum en á sama tíma á síðasta tímabili hafði liðið fengið á sig 16 mörk. Liverpool hefur ekki tapað fyrir Arsenal frá því Jürgen Klopp tók við liðinu haustið 2015. Síðan þá hafa liðin mæst sex sinnum. Liver- pool hefur unnið fjóra leiki og tvisvar sinnum hefur orðið jafn- tefli. Mörkin hafa flætt inn í þessum sex leikjum en 4,5 mörk hafa verið skoruð að meðaltali í þeim. Arsenal hefur verið lengi í gang í vetur og ef allir leikirnir hefðu verið flautaðir af í hálfleik væru Skytturnar í 17. sæti ensku úrvals- deildarinnar. Liverpool væri hins vegar á toppnum en liðið hefur leitt í hálfleik í átta af tíu leikjum sínum. Arsenal hefur aldrei leitt í hálfleik í deildinni og aðeins skorað sex af 24 mörkum sínum fyrir hlé. Skytt- urnar hafa varla efni á að byrja jafn rólega gegn Rauða hernum og þær hafa gert í flestum leikjum tíma- bilsins. – iþs Stórt próf fyrir Skytturnar Það er mikill uppgangur í fótbolt- anum í Færeyjum, landsliðin að ná góðum úrslitum og það heillaði mig. Heimir Guðjónsson 6 Liverpool er ósigrað í síðustu sex leikjum gegn Arsenal. Fótbolti Viktor Jónsson, marka- kóngur Inkasso-deildar karla á síð- asta tímabili, er genginn í raðir ÍA frá Þrótti R. Framherjinn skrifaði undir tveggja ára samning við ÍA sem verða nýliðar í Pepsi-deildinni á næsta tímabili. Viktor er þriðji leikmaðurinn sem gengur í raðir ÍA eftir að tímabilinu lauk. Áður voru varnarmaðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson og fram- herjinn Gonzalo Zamorano komnir til Skagamanna. Viktor, sem er 24 ára, er uppalinn hjá Víkingi R. en hefur átt sín bestu ár hjá Þrótti. Hann skoraði 54 mörk í 61 leik með Laugardalsliðinu í Inkasso-deildinni. Viktor hefur hins vegar aðeins skorað fimm mörk í 43 leikjum í Pepsi-deildinni. – iþs Viktor samdi við Skagamenn KörFubolti Miðherjinn Isabella Ósk Sigurðardóttir verður ekki meira með Breiðabliki á tímabilinu. Hún er með slitið krossband. Í til- kynningu frá Breiðabliki kemur fram að Isabella fari í aðgerð eins fljótt og auðið er. Í fyrstu fimm leikjum Blika í Domino's deildinni var Isabella með 9,6 stig og 10,8 fráköst að með- altali. Breiðablik situr í áttunda og neðsta sæti deildarinnar án stiga. Isabella, sem er 21 árs, hefur leikið fjóra A-landsleiki. – iþs Isabella Ósk frá út tímabilið Isabelle ósk sigurðardóttir er með slitið krossband. FréTTaBlaðIð/Eyþór Fótbolti Ég fann fyrir Þessum meiðslum á æfingu tveimur dögum fyrir leikinn gegn QPR um síðustu helgi, en ég taldi þau ekki myndu hamla mér frá því að taka þátt í leiknum. Þau tóku sig hins vegar upp í leiknum og ég gat ekki klárað leik- inn,“ segir Birkir Bjarnason, lands- liðsmaður í knattspyrnu, um meiðsl- in sem hann varð fyrir í deildarleik með Aston Villa í síðustu viku. Þetta eru álagsmeiðsli  en ekki tognun þannig að ég ætti ekki að verða lengi frá. Ég býst við því að geta farið að æfa af fullum krafti um miðja næstu viku og vonast til þess að geta verið með um næstu helgi,“ segir hann enn fremur um stöðu mála hjá líkamlegu ástandi hjá sér. Hann ætti því að vera klár í tæka tíð fyrir leik Íslands gegn Belgíu í Þjóðadeild UEFA sem fram fer um miðja nóvember. Aston Villa hefur farið hæ¦gt af stað í stigasöfnun sinni í ensku B- deildinni á yfirstandandi leiktíð og  nýverið var skipt um mann í brúnni hjá liðinu. Birki líst vel á Dean Smith, nýráðinn knattspyrnustjóra liðsins, og segir hugmyndir hans um hvernig eigi að spila fótbolta rí ma vel við leikmannahópinn. – hó Birkir býst við að spila um næstu helgi  3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 l A u G A r D A G u r18 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sport 0 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :0 5 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 4 6 -2 1 F 0 2 1 4 6 -2 0 B 4 2 1 4 6 -1 F 7 8 2 1 4 6 -1 E 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.