Fréttablaðið - 03.11.2018, Side 26

Fréttablaðið - 03.11.2018, Side 26
Hrekkjavakan er í algleymingi í lítilli hliðargötu í mið-borginni. Litlir púkar, nornir og börn með ófrýni- legar gúmmígrímur stökkva á milli garða. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir rit- höfundur og Hasim Ægir Khan sitja inni við og fylgjast með atganginum í börnunum. Þau bjóða upp á kaffi og kleinur og á stofuborðinu er nýútkomin bók Þóru; Hasim, götu- strákur í Kalkútta og Reykjavík. Hasim á engar minningar um að hafa tekið þátt í þessum tiltölulega nýja sið þegar hann var að alast upp hér á landi en hann bjó ekki heldur við neinar venjulegar fjölskylduað- stæður. „En þetta er líka mjög vin- sælt í Noregi,“ segir hann. Þar býr Hasim í dag með eiginkonu sinni og fjórum börnum. Hann á einnig átján ára son sem býr hér á Íslandi með móður sinni. „Ég bý í fjörðunum í Noregi og finnst það yndislegt. Oft er ég spurður hvernig Indverji eins og ég þoli kuldann, þá svara ég því til að ég sé Íslendingur og ég elski frost og kulda. Og reyndar er veðrið í Nor- egi betra en á Íslandi, það er ekki jafnmikið rok,“ segir hann glaður í bragði. Skilinn eftir í lest Þegar Hasim var sex ára gamall var hann settur um borð í lest á leið til Kalkútta og skilinn eftir þar. „Ég man þetta vel. Við bjuggum í Gömlu-Dehli. Amma fór með mér einn daginn í leiðangur. Setti mig í lestina og sagðist ætla að skreppa til að ná í vatn. Hún kom ekki aftur og lestin fór af stað. Ég sat í lestinni og grét, var svo hræddur að ég þorði ekki að hreyfa mig. Ég sat enn í lest- inni tuttugu og fjórum tímum síðar þegar hún stöðvaðist í Kalkútta,“ segir Hasim frá. „Hann var í rauninni bara borinn út og yfirgefinn af fjölskyldu sinni,“ segir Þóra Kristín. Hasim segist hafa setið sem fast- ast í lestinni. Starfsfólk sem þreif lestina fann hann. „Ég var færður til lögreglunnar og enda fyrst í fang- elsi fyrir börn áður en ég er sendur á barnaheimili,“ segir hann frá. Hasim elst upp á munaðarleys- ingjaheimilum og á götunni í Kal- kútta þar til hann er sendur til ætt- leiðingar til Íslands tólf ára gamall. Frá lífi hans í Indlandi greinir Þóra Kristín nánar í bókinni. Lýs- ingar á lífi hans í Kalkútta eru erf- iður lestur og það er ljóst að það er algjörlega niðurbrotið barn sem er sent til ættleiðingar til fjölskyldu í Þorlákshöfn. Vildu yngra barn „Hann lendir í miklum hremming- um og á að baki erfitt líf sem barn í Kalkútta þegar hann er svo loks sendur til Íslands, líklega var hann þá tólf ára. Í rauninni er það ekki alveg vitað,“ segir Þóra Kristín sem bendir á að börn sem eru yfirgefin á þennan hátt séu ekki með skjöl og pappíra á sér. „Þessi íslensku hjón í Þorlákshöfn sem taka við Hasim virðast síðan algjörlega óundirbúin því að taka við dreng sem kom úr svo erfiðum aðstæðum.“ Hasim tekur undir það og segist strax hafa fundið á sér að þau voru afar vonsvikin. „Ég skildi auðvitað ekki tungumálið og reyndi að lesa í svipbrigði fólks. Ég fann fyrir von- brigðum. Ég held að þau hafi ekki viljað mig. Þau vildu miklu yngra barn en þau voru beitt þrýstingi til að taka mig. Á barnaheimilinu úti voru þau ákveðin, ég skyldi fara fyrst áður en yngri börn fengjust til ættleiðingar,“ segir Hasim. Hasim var hjá fjölskyldunni í eitt ár og ýmsir erfiðleikar komu upp. Hann hafði upplifað skelfilega hluti og átti bágt með að aðlagast. Smáþorpið Þorlákshöfn var eins og annar heimur miðað við stór- borgina Kalkútta. Þar giltu aðrar reglur, önnur lögmál. Allt var öðru- vísi og hann var öðruvísi. Hann varð reiður og átti bágt með að ráða við tilfinningar sínar enda hafði hann misst málið og þurft að læra allt upp á nýtt við komuna til landsins. Skilað „Það komu upp mörg vandamál og eftir eitt ár ákváðu þau að þau vildu alls ekki ættleiða mig,“ segir Hasim sem leynir því ekki að hann hafi verið erfiður. Hann hafi bara ekki ráðið við sig. „Honum var bara skilað. Hann er eina ættleidda barnið sem hefur verið skilað og það munaði engu að honum yrði skilað til Indlands,“ segir Þóra Kristín. Inni á milli frásagna af Hasim í Götustrákur í Reykjavík Árið 1993 kom Hasim Ægir Khan til Íslands frá munaðarleysingjaheimili í Kalkútta á Indlandi. Hann var um tólf ára gamall og áfangastaðurinn var Þorlákshöfn þar sem beið hans nýtt heimili. Þremur árum síðar bjó hann aleinn í leiguherbergi í Reykjavík. Hasim og Þóra Kristín hittust fyrst þegar hann var fimmtán ára gamall, bjó í leiguherbergi í Reykjavík og gekk í Austurbæjarskóla. „Eins og eldspúandi dreki,“ segir Þóra Kristín. FRéttAblAðið/ERniR Þessi íslensKu Hjón í ÞorláKsHöfn sem taKa við Hasim virðast síðan algjörlega óundirbúin Því að taKa við dreng sem Kom úr svo erf- iðum aðstÆðum. Þóra Kristín bréf íslenskrar ætt- leiðingar um að- dragandann að ætt- leiðingu Hasims. Mynd/SKjáSKot yfirlýsin g fósturf oreldra Hasims u m að þa u séu hætt við að ættle iða hann. My nd/SKjá SKot 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r26 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :0 5 F B 1 1 2 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 4 6 -5 8 4 0 2 1 4 6 -5 7 0 4 2 1 4 6 -5 5 C 8 2 1 4 6 -5 4 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 1 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.