Fréttablaðið - 03.11.2018, Blaðsíða 50
Sérfræðingur á innkaupadeild
Fjármálaskrifstofa
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum
og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar auglýsir starf sérfræðings á innkaupadeild laust til umsóknar.
Innkaupadeild ber ábyrgð á ráðgjöf á sviði innkaupamála ásamt því að framkvæma öll innkaupaferli í samvinnu við kaupanda.
Ráðgjöf til sviða borgarinnar vegna innkaupamála og útboðsgerðar er einnig ríkur þáttur starfsins. Um er að ræða krefjandi og
fjölbreytt starf á sviði opinberra innkaupa.
Reykjavíkurborg er skapandi og metnaðarfullur vinnustaður með hátt í átta þúsund starfsmenn. Verkefnin eru afar fjölbreytt
og snerta daglegt líf borgarbúa með margvíslegum hætti.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, deildarstjóri innkaupadeildar í síma 411 1111 eða í gegnum tölvupóst-
fangið johanna.eirny.hilmarsdottir@reykjavik.is
Umsóknarfrestur er til 20. nóvember n.k. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf og skal skilað rafrænt á vefsíðu
Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Ráðgjöf vegna innkaupa- og útboðsmála
• Yfirlestur og aðstoð við gerð útboðsgagna
• Framkvæmd útboða og úrvinnsla
• Gerð útboðs- og verðfyrirspurnagagna
• Umsjón með rammasamningsútboðum
• Þátttaka í þróun rafrænna innkaupa
• Almenn störf varðandi innkaup og útboð, reikningsleg yfir-
ferð tilboða og upplýsingagjöf
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólagráða í lögfræði, viðskiptalögfræði eða viðskipta-
fræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla í gerð útboðslýsinga og samningagerð
• Þekking á opinberum innkaupum æskileg
• Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
• Haldgóð tölvuþekking og kunnátta til að nýta upplýsinga-
kerfi sem stjórntæki
• Rík þjónustulund og samskiptafærni
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Sjóvá sjova.is440 2000
Hjá Sjóvá starfar sterkur og skemmtilegur hópur fólks
sem kappkostar að veita viðskiptavinum afburða
þjónustu. Kannanir sýna að starfsánægja hjá Sjóvá
er með því allra mesta sem mælist hérlendis.
Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember nk.
Umsókn skal fylla út á sjova.is/starfsumsoknir.
Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Andrésson
markaðsstjóri í síma 844 2022
eða sigurjon.andresson@sjova.is.
Sérfræðingur í
stafrænni miðlun
Við leitum að hugmyndaríkum og metnaðarfullum
einstaklingi með brennandi áhuga á stafrænum samskiptum.
Í boði er spennandi starf hjá kraftmiklu fyrirtæki.
Starfið felur meðal annars í sér
› umsjón með að framfylgja stefnu
í stafrænum samskiptum og þjónustu
› yfirumsjón með vefsvæði og sam
félagsmiðlum
› samskipti við undirverktaka vegna vefmála
› verkefni tengd innri og ytri markaðssetningu
Við leitum að einstaklingi með
› brennandi áhuga á stafrænum samskiptum,
markaðssetningu og þjónustu
› skipulagshæfileika og getu til að
starfa sjálfstætt
› þekkingu á verkefnastjórnun
› góða tilfinningu fyrir íslensku máli
› reynslu af vefmælingum og túlkun gagna
› grunnþekkingu á HTML og CSS
Jafnlaunamerki
velferðarráðuneytisins
Framúrskarandi fyrirtæki
í flokki stærri fyrirtækja
Efst tryggingafélaga
í Ánægjuvoginni
Gullsmiður
Í boði er:
- full vinna í hópi metnaðarfullra fagmanna.
Við leitum að einstaklingi sem...
- er með sveinspróf í gullsmíði
- er jákvæður og brosmildur
- hefur ríka þjónustulund
- á gott með mannleg samskipti
- er heiðarlegur og samviskusamur
Byrjað verður strax að vinna úr umsóknum og
eru áhugasamir hvattir til að sækja um sem
fyrst.
Jón og Óskar er ein stærsta úra- og skartgripa-
verslun landsins og rekur verslanir við Lauga-
veg, í Smáralind og Kringlunni ásamt verkstæði
við Laugaveg. Við sérhæfum okkur í sölu á
vönduðum skartgripum og úrum og leggjum
okkur fram við að veita viðskiptavinum okkar
framúrskarandi þjónustu.
Gildin okkar eru þjónustulund og fagmennska.
Við leggjum áherslu á skemmtilegt starfsum-
hverfi og metnað til árangurs.
Vinsamlegast sendið ferilskrá með umsókn á
hakon@jonogoskar.is
Laugavegur / Smáralind / Kringlan
0
3
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:0
5
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
4
6
-9
8
7
0
2
1
4
6
-9
7
3
4
2
1
4
6
-9
5
F
8
2
1
4
6
-9
4
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
1
2
s
_
2
_
1
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K