Fréttablaðið - 03.11.2018, Síða 74

Fréttablaðið - 03.11.2018, Síða 74
Um leið er hátíðin nokkurs konar þverskurður af íslensku tónlistarlífi hverju sinni og hálfgerð uppskeru- hátíð um leið. Mikil fjölbreytni og skemmtileg stemning einkennir alltaf andrúms- loftið á Iceland Airwaves-hátíðinni, segir Anna Ásthildur, kynningar- stjóri hjá Senu Live, rekstraraðila Iceland Airwaves. „Hér er nær öll tónlistarflóran, frá rólegri píanótónlist, yfir í dauðarokk og rapp. Margir erlendir gestir sækja hátíðina sem setur sinn svip á hana og miðborgina um leið. Stór partur af hátíðinni er ekki síst að upp- lifa eitthvað nýtt, verða hissa og vera fyrir vikið með opinn hug og hjarta þegar maður sækir tónleika. Um leið er hátíðin nokkurs konar þverskurður af íslensku tónlistarlífi hverju sinni og hálfgerð uppskeru- hátíð um leið. Enda leggja flytj- endur mikið á sig til að skila sem bestum tónleikum.“ Nýr tónleikastaður Það er alltaf eitthvað um nýjungar á Airwaves og hátíðin í ár er engin undantekning, segir Anna. „Þetta er tónlistarhátíð sem byggir á ólíkum tónleikastöðum milli ára. Harpa hefur til dæmis verið áberandi undanfarin ár en verður það ekki í ár. Fyrir vikið erum við svolítið dottin í sama gamla fílinginn þar sem gestir rölta milli staða í 101 og detta inn á hitt og þetta skemmti- legt.“ Meðal nýjunga í ár er nýr tón- leikastaður í Airwaves-fjölskyld- unni. Um er að ræða Skúla Craft Bar í Aðalstræti og gegnir hann hlutverki klúbbhúss hátíðarinnar. „Staðurinn verður einungis opinn gestum hátíðarinnar og þar verður meðal annars boðið upp á sértilboð á mat og drykk og tónleika í sam- starfi við The Current, útvarpsstöð frá Minneapolis.“ Sundlaugarpartí og jógatími Sundlaugarpartí verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur á laugardag- inn kl. 15-19. „Sundlaugarpartíið á vafalaust eftir að slá í gegn enda nýlega búið að endurbæta og stækka þessa fornfrægu sundlaug. Þau sem koma fram þar og halda uppi fjörinu eru DJ Snorri Ástráðs, Daði Freyr og Bríet.“ Í ár verður í fyrsta sinn boðið upp á jógatíma sem haldinn er í Iðnó, á föstudagsmorguninn kl. 6. „Við ætlum að breyta húsinu í fallega jógastöð og bjóða upp á góða nánd Dottin í sama gamla fílinginn Stór partur af Iceland Airwaves-hátíðinni er að upplifa eitthvað nýtt, verða hissa og vera með op- inn hug og hjarta þegar tónleikar eru sóttir. Í ár verður boðið upp á ýmsar skemmtilegar nýjungar. Mikil fjölbreytni og skemmtileg stemning einkennir alltaf andrúmsloftið á Iceland Airwaves-hátíðinni, segir Anna Ásthildur kynningarstjóri. MYND/EYÞÓR Skúli Craft Bar er nýr tónleikastaður í Airwaves-fjölskyldunni. Nokkrar breytingar í ár: l Allir tónleikar og viðburðir í miðbæ Reykjavíkur. l Óþarfi að vera á bíl. l Allt er innifalið í armbandinu. l Ekki þarf að kaupa sér inn á stóra viðburði. l Nokkrir vinsælir tónlistarmenn halda tvenna tónleika, t.d. Ólafur Arnalds, Högni og Eivør. l Frábær dagskrá sem er hverrar krónu virði. l Ýmsir afslættir, t.d. hjá Cintamani og völdum veitingastöðum o.fl. l Aldrei fleiri bönd, tónleikastaðir og pláss fyrir gesti l Ýmsir sér viðburðir, t.d. sundlaugarpartí, jóga og vínylupptaka með Ásgeiri Trausta. Spennandi leikur – vinningar í boði Tíu heppnir gestir vinna til verðlauna: l Ef þú átt armband getur þú mætt með það og þetta blað í Ráðhúsið og þá hefur þú möguleika á vinningum. l Fyrstu tíu sem mæta á mánudag detta í lukkupottinn! l Til að eiga möguleika verður þú að kaupa armband um helgina! l Gjafapakki frá Cintamani. l Uppfærsla í VIP aðgang! l Drykkjarpeningur svo hægt sé að njóta. l Möguleiki á að taka þátt á samfélagsmiðlum ef óskað er. og öndun, fallega tónlist, dans, gleði og íhugun. Eftir það breytist andrúmsloftið heldur betur og fjör færist í leikinn þar sem stemningin breytist meira í rave-partí. DJ Mar- geir og Tómas Oddur sjá um fjörið hér.“ Sagan rakin í heimildarmynd „Heimildarmyndin Iceland Air- waves: Full circle verður frumsýnd á hátíðinni en þar er saga hátíðarinn- ar rakin frá því hún var stofnuð sem lítil hátíð fyrir tveimur áratugum og til dagsins í dag. Rætt er við marga aðila sem hafa komið að henni síðustu 20 árin en myndin verður sýnd á Marina Hóteli og kostar ekk- ert inn. Einnig má nefna að í tilefni 20 ára afmælisins verða tónleikar á Gauknum þar sem nokkur bönd koma fram sem spiluðu á fyrstu hátíðinni, til dæmis Toy Machine og Dead Sea Apple.“ Hátíðargestir geta einnig leigt jakka frá Cintamani, hlustað á ótal lagalista á Spotify í tengslum við hátíðina meðan þeir kynna sér dagskrána, kort og fleira í nýja Airwaves-appinu þar sem allt upp- færist í rauntíma. „Fyrir einungis 21.900 kr. geta gestir séð yfir 230 listamenn frá 26 löndum í miðbæ Reykjavíkur og eru allir tónleikar innifaldir í arm- bandinu sem auk þess gefur afslátt á ýmsum veitingastöðum og hjá Cintamani. Verðið hækkar mánu- daginn 5. nóvember þannig að ég vil hvetja sem flesta til að kaupa armband sem fyrst.“ Reykjavíkurdæturnar Reykjavíkurdætur Hvað hlakkið þið mest til að sjá? Það eru Cyber, Sura, Ragga Holm, Blood Orange, Special-K, Jimothy Lacoste og Indridi. Af því að við elskum þau öll því þau eru annað- hvort í bandinu okkar eða elsk- endur þess. Af hverju elskið þið Airwaves? Við höfum svo oft spilað á hátíð- inni og Iceland Airwaves gaf okkur einstakt og ómetanlegt tækifæri til að koma okkur á framfæri erlendis. Við eigum velgengni okkar meðal annars henni að þakka. Hvernig er best að njóta hátíðar- innar í botn? Fara á sem flesta tónleika og hafa gaman af. Við hlökkum ekkert smá til að sjá ykkur öll á Listasafninu á miðvikudeginum þegar Reykja- víkurdætur koma fram! Katla Vigdís hljómborðsleikari og söngkona Between Mountains Hvað hlakkar þú mest til að sjá? Ég er mest spennt fyrir Eivør Pálsdóttur en hún er í miklu uppá- haldi. Síðan er það Aurora og svo er ég auðvitað mjög spennt að sjá Rythmatik, þeir eru frábærir og voru að gefa út geggjaða plötu nýlega. Af hverju elskar þú Airwaves? Ég dýrka Airwaves í tætlur og stemninguna þar. Hátíðin er líka svo ótrúlega góður stökkpallur til þess að kynna músíkina sína. Hvernig er best að njóta hátíðar- innar í botn? Bara að sökkva sér í þetta og vera með fullt af „mönsi“ sem heldur manni gangandi yfir daginn. Drekka sem minnst af vökva til þess að lágmarka salernisferðir. Það er ekkert verra en að vera komin fremst við sviðið og þurfa síðan að fara á klóið. Franz Gunnarsson gítarleikari Dr. Spock Hvað hlakkar þú mest til að sjá? Ef ég ætti að nefna nokkur bönd og tónlistarmenn koma helst upp í huga minn Vök, Kul, Une Misére, Soccer Mommy, Warmland, Lisa Morgernstern, GDRN, Aurora og Charles Watson. Allt gott stöff. Af hverju elskar þú Airwaves? Af því að ég hef verið partur af hátíðinni frá upphafi og hún hefur gefið mér svo margar æðisgengnar upplifanir. Hvernig er best að njóta hátíðar- innar í botn? Ódrukkin/n. Hverju mæla tónlistarmenn með? Ragga Hólm. MYND/SIGtRYGGuR ARI Soccer Mommy. 8 ICElAND AIRwAVES 3 . N ÓV E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :0 5 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 4 6 -8 E 9 0 2 1 4 6 -8 D 5 4 2 1 4 6 -8 C 1 8 2 1 4 6 -8 A D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.