Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 10
8
BREIÐFIRÐINGUR
A vormorgni viÖ Gilsfjörð.
fundið að ein hinna sárafáu eftirlegukinda, sem enn
þreyja þar þorrann og góuna — vitni um hvað síðan hef-
ur gerst, og setji síðan fram spurningu Andrésar að
nýju.
Og hvað var það þá, sem beið? Þar er skemmst frá
því að segja, að á þeim fjörutíu árum, sem liðin eru,
hafa flestar þeirra eyja, sem í byggð voru, lagst í eyði.
Segja má að eftir standi byggð í þremur, og sumarbú-
skapur í nokkrum til viðbótar.
Fyrir þann tíma, sem greinin var skrifuð, voru ýmsar
eyjar komnar í eyði, sem byggðar höfðu verið áður um
lengri eða skemmri tíma, svo sem þessar: Þormóðsey,
Kiðey, Sellón, Melrakkaey, Vaðstakksey, Fagurey, Skor-
eyjar, Geitareyjar, Gjarðey, Klakkeyjar, Skáley, Galtar-
eyjar, Flafnareyjar og Stagley. Sjálfsagt er þó ekki allt
upp talið en margar af þessum eyjum voru lítil ábýli og
höfðu sumar verið í eyði lengi.
En einmitt um þetta leyti, frá 1945 og síðan fjölgaði
þeim eyjum ört, sem fóru í eyði, þ.á.m. forn stórbýli og
höfðingjasetur. Við getum gengið á röðina: Akureyjar