Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 11
BREIÐFIRÐINGUR
9
Þegar ekki dugar einn bátur, verður að gríþa til tveggja. Dráttarvél með
heyþyrlu flutt á milli eyja.
í Helgafellssveit, Höskuldsey, Sellátur, Elliðaey, Bíldsey,
Gvendareyjar, Olafsey, Öxney, Rifgirðingar, Hrappsey,
Purkey, Efri-Langey, Fremri-Langey, Arney, Rúffeyjar,
Rauðseyjar, Akureyjar á Gilsfirði, Sviðnur, Bjarneyjar,
Hergilsey og Sauðeyjar. Mannlaust hefur verið að
vetrarlagi á tímabilum í Svefneyjum, Hvallátrum og
Skáleyjum og nú síðast í Brokey. — Er þá Flatey ein ótal-
in, en ekki er vitað til að hún hafi mannlaus verið síðan
Þrándur mjóbeinn nam þar land. Með nokkrum rétti
má þó segja að hvergi hafi niðurlægingin orðið meiri á
þessum 40 árum en einmitt þar, vegna þess hversu
reisn hennar var mikil á blómaskeiði hennar.
Með upptalningunni hér að framan mætti segja, að
spurningunni frá 1943 sé fullsvarað og ekki þurfi frek-
ar vitnanna við. Við skulum þó gefa okkur svolítinn
tíma til að svipast betur um í Breiðafjarðareyjum.
Lífsbarátta Islendinga var löngum hörð og snerist um
að hafa í sig og á — að duga eða drepast. Og hversu
oft varð ekki stór hluti þjóðarinnar að sæta síðari kost-
inum — að deyja, vegna þess að hann hafði ekkert í sig