Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 16
14
BREIÐFIRÐINGUR
Björns Þorleifssonar yngra við afkomendur Guðmund-
ar Arasonar á Reykhólum og í sambandi við arfaskipti
milli hans og systra hans, að Vestureyjar Breiðafjarðar
þóttu öðrum jörðum eigulegri í lok 15. aldar. Þessa hef-
ur gætt fram á okkar daga, enda hefur eignarhald ekki
að jafnaði legið á lausu hjá þeim, sem það höfðu hverju
sinni. Þetta hefur oft leitt til þess, að eigendur einstakra
jarða hafa orðið ijölmargir, þegar þær erfðust út, eða
pörtuðust niður af öðrum ástæðum.
Leiga var oft mjög há eftir eyjarnar og þetta tvennt,
margir eigendur og erfið staða ábúenda, átti verulegan
þátt í hruni eyjabúskaparins. En auðvitað var það fjöl-
margt fleira, sem olli því að byggðaröskun síðustu 40—
50 ára bitnaði svo harkalega á eyjabyggðinni, sem raun
ber vitni. Breyttir atvinnuhættir í landinu, vaxandi þétt-
býlisstaðir með nútíma þægindum og þjónustu, vegir og
sími á fastalandi, eyðing hinna gömlu fiskimiða eyja-
manna og margt fleira átti allt sinn þátt í að hrinda af
stað þeim fólksflótta úr eyjunum, sem illa gekk að
stöðva þótt reynt væri. Varðandi Vestureyjar, eða Flat-
eyjarhrepp, er þó ótalið það sem kannske reyndist
þyngst á metunum.
Þegar þjóðvegur kom um Barðastrandarsýslu breyttust
allar aðstæður þannig, að hlutverki Flateyjar sem versl-
unarstaðar fyrir norðanverðan Breiðafjörð hlaut að
ljúka. Jafnframt fóru tilraunir til að hefja þar frystihús-
rekstur og útgerð út um þúfur. Það mun ekki hvað síst
hafa stafað af fiskleysi á Breiðafjarðarmiðum. Flatey
hafði a.m.k. í bili lokið sínu hlutverki sem verslunar- og
athafnapláss. Ibúarnir fluttu burtu flestir og útsogið
hreif með sér flesta, sem eftir voru í öðrum eyjum
hreppsins.
Þess skal þó getið að þó að búseta hafi lagst niður í
flestum eyjum, þá voru og eru enn ýmis gögn þeirra og
gæði nytjuð og enn sækjast menn eftir að eignast eyjar
á Breiðafirði sem fyrr. Hún á því ekki alveg við vísan