Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 17
BREIÐFIRÐINGUR
15
hans Eggerts Ólafssonar, sem hann orkti um föður-
landið á sínum tíma en gæti nú að sumu leyti átt betur
við æskuslóðir hans í Flateyjarhreppi.
Fyrr þín gæði fýsilig
fjöldi sótti þjóða.
Nú vill enginn eiga þig
ættarjörðin góða.
Framan af þessari öld voru íbúar Flateyjarhrepps á 5
hundrað. Nú eru þeir um 30 talsins. Föst búseta er eng-
in í öðrum eyjum fjarðarins um þessar mundir, en
„sumarbúskapur“ á nokkrum stöðum. Hlunnindin eru
víðast 'nytjuð þar sem eyjar eru í eyði og sumstaðar beit.
Að lokum þessara hugleiðinga er ástæða til að setja
fram að nýju spurninguna: Hvað bíður ykkar, Breiða-
fjarðareyjar?
Við vitum reyndar fullvel að eyjarnar verða kyrrar á
sínum stað, þó að við yfirgefum þær.
„Eg fór burt, en fjöllin urðu kyrr“ sagði skáldið. Við
gerum ráð fyrir að grasið haldi áfram að vaxa á vorin,
æðarfuglinn, lundinn og allir hinir fuglarnir að verpa,
selurinn að kæpa í látrum og á útskerjum - og þó? Mun
ekki töðugrasið hverfa undir sinuflóka og hvannstóð?
Æðarfuglinn og lundinn þoka fyrir vargfugli og mink?
Selurinn fyrir hringormafólki? Það þarf ekki að spá
þessari þróun, hún hefur þegar sýnt sig.
Breiðafjarðareyjar hafa verið sagðar óteljandi og eru
það í þeim skilningi, að aldrei verða þær taldar þannig,
að ekki megi um niðurstöðuna deila. Það stafar m.a. af
því að víða eru hólmaklasar, sem skiptast misjafnlega
niður eftir sjávarhæð. Mig minnir að teljarar hafi kom-
ist nálægt þremur þúsundum með fjölda eyjanna, ef allt
er talið.
Menn hafa vaknað til vitundar um það að þetta svæði
er svo sérstakt, að varðveita þurfi náttúrufar þess og líf-