Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 20
18
BREIÐFIRÐINGUR
festingu á því, að þannig skuli að málum staðið. Auðvit-
að heyrast þó gagnrýnisraddir, því allt orkar tvímælis,
þá gert er.
Þá er gjarnan spurt: Hvað kostar sími? Hvað kostar
bryggja? Hvað eruð þið mörg, sem búið þarna? — Þessar
spurningar fjalla í raun um það, bvort þjóðin eigi að
kosta einhverju til, til þess að endurreisa eitthvað af því,
sem hrunið hefur í upplausn síðustu áratuga. Hvort ó-
réttlætanlegt sé að sporna gegn eyðingu byggðarlaga, ef
íbúar eru orðnir fáir. Auðvitað verður þeim fjármun-
um, sem í slíkt er sólundað ekki varið til nauðsynlegra
sólarlandaferða, né skynsamlegrar vídeóvæðingar, en
sumir telja þó að þeim sé ekki með öllu á glæ kastað.
Fiskimið Breiðafjarðar hafa verið eydd. Selurinn gef-
ur ekki lengur af sé verðmætar afurðir. Flatey gegnir
ekki lengur lykilhlutverki fyrir breiðfírskar byggðir.
Samt eru næg verkefni eftir fyrir þá, sem sitja vilja
bestu bújarðir eyjanna. Nú er þangið á skerjunum orðið
verðmætt í stað selskinnanna af kópunum, sem fæðast
þar á vorin. I stað þorsks er ausið upp verðmætum
hörpudiski á fornum fískislóðum. Æðardúnn hefur
löngum selst háu verði á undanförnum árum og óvíða
eru meiri möguleikar á að stórauka framleiðslu hans en
í Breiðaíjarðareyjum. Munu ekki þreyttir borgarbúar
gjarnan vilja í framtíðinni hvílast og njóta óspilltrar
náttúru ásamt fyrirgreiðslu heimamanna í eyjunum?
Mun ekki eitthvert atvinnulíf rísa á legg í Flatey á ný?
Nú þegar er vísir að slíku.
Verkefni eru næg. Möguleikarnir á þróttmiklu mann-
lífi í Breiðafjarðareyjum fyrir hendi sem fyrr. Að vísu
í annarri mynd en áður var, en á flestan hátt gæti það
orðið þægilegra og laust við marga erfiðleika, sem áður
leiddu til fólksflótta.