Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 24
22
BREIÐFIRÐINGUR
á móti munum er hann ætlaði að gefa safninu. Tíndi
hann til mest af því er hann átti í fórum sínum og hætti
ekki fyrr að grafa upp hluti í geymslum, en tala muna
náði hundraði. Voru þarna margir góðir gripir og sjald-
gæfir. Hefur enginn lagt eins mikið af mörkum til safn-
sins og Magnús Rögnvaldsson.
Strax þegar söfnunin var komin á rekspöl Var haft
samband við þjóðminjavörð. En hann er sjálfkjörinn
eftirlitsmaður byggðasafna og hefur ráð á nokkurri
styrkveitingu til þeirra safna er hann samþykkir. En nú
hafði þjóðminjavörður tekið þá stefnu, að sameina
skyldi tvær til þrjár sýslur um hvert byggðasafn á þeim
svæðum, þar sem ekki var komið á skipulag um þessi
mál. Vildi hann koma upp sameiginlegu safni í Stykk-
ishólmi fyrir Dalasýslu, Snæfellsnessýslu og Austur-
Barðastrandarsýslu.
Sýslunefnd Dalasýslu kaus söfnunarnefnd, einn full-
trúa úr hverjum hreppi. Var erindi þjóðminjavarðar,
um að fara með gamla muni Dalamanna útí Stykkis-
hólm, lagt fyrir fund þessarar nefndar. Var tillaga
þjóðminjavarðar felld, og samþykkt samhljóða að koma
upp byggðasafni í Dalasýslu. A næsta sýslufundi var svo
ályktun söfnunarnefndar samþykkt. En sýslunefndin
hefur frá upphafi haft allan veg og vanda af íjármálum
safnsins.
Þjóðminjavörður samþykkti svo Byggðasafn Dala-
manna og hefur veitt því peningastyrk svo sem öðrum
söfnum.
Nú var eftir þyngsta þrautin, að afla húsnæðis fyrir
safnið. Ekki hafði sýslusjóður bolmagn til að byggja
safnahús. Svo liðu árin og munirnir biðu í kjallara fé-
lagsheimilisins í Búðardal.
Þegar byggt var skólahúsnæði til viðbótar hér á
Laugum, varð þessi kjallari til, umfram áætlun, vegna
jarðvegsdýptar, og er þetta pláss óviðkomandi skóla-
haldinu. Varð það að samkomulagi með ráðamönnum