Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 28
26
BREIÐFIRÐINGUR
ans að Laugum, um 120 fermetra. Reyndist þetta strax
full þröngt fyrir muni þá er til voru í byrjun. Vorið
1978 fékkst til viðbótar jarðhús bak við aðalkjallarann,
um 70 fermetrar að stærð. Var þá tekin niður um
sumarið fjögra stafgólfa baðstofa á Leikskálum í Hauka-
dal, og sett upp í öðrum enda hólfsins veturinn 1978—
1979. En í hinum endanum var komið fyrir nokkrum
stórum hlutum. Þar á meðal er frá bændaskólanum í
Olafsdal: hestvagn og plógur smíðað þar, túrbína úr
vatnsvirkjun, rennibekkur o.fl. Einnig fékkst þá sneið af
aðalkjallaranum til viðbótar, og var þar innréttað
herbergi fyrir safnvörð og smíðastofa.
1980 fékkst enn sneið af auða hluta kjallarans og
voru þar gerð tvö hólf, í öðru komið fyrir búrgögnum
og í hinu gerðar hlóðir. Loks 1981 fékkst til umráða
það sem eftir stóð autt af kjallaranum, og var þá hólfuð
af 30 fermetra stofa fyrir húsgögn og myndir. Jafn-
framt fékkst pláss fyrir hestaheyvinnutæki, rakstrarvél
og sláttuvél. Var þeim bjargað í hús vorið 1982. I stof-
unni var meðal annars komið fyrir munum úr búi
Magnúsar Friðrikssonar fyrrum bónda á Staðarfelli, er
áður voru geymdir í skólahúsinu á Staðarfelli.
Nú er unnið að, og komið nokkuð áleiðis, að afla
mynda og muna til minningar um skólana þrjá sem
voru í Dalasýslu: Bændaskólann í Olafsdal, Unglinga-
skólann í Hjarðarholti og húsmæðraskólann á Staðar-
felli.
Kominn er vísir að ljósmyndasafni, hátt á fimmta
hundrað myndir og er það von mín að þar eigi eftir að
bætast töluvert við. Nokkuð hefur náðst saman af göml-
um skjölum og öðrum skrifum. Og er sú söfnun fyrir
væntanlegt skjalasafn tengt héraðsbókasafni.
Nú hefur safnið allan kjallarann til umráða og eru
það um 320 fermetrar að gólfrými. Nú er loksins komið
nóg veggrými fyrir myndir, þar sem er stofan, og vegg-
ur og súlur að löngum og breiðum gangi.