Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 32
30
BREIÐFIRÐINGUR
uppi um hvert af hrossum hans myndi skeiða svo fim-
lega. Urðu menn undrandi mjög er prestur var kominn
í hlað og stökk léttilega af hestbaki eins og hans var
vandi. Var prestur spurður hvernig í ósköpunum hann
hefði náð slíku skeiði úr púlshesti þessum. Því svaraði
sr. Eggert á þessa leið: „O, þótt þeir fengju mér and-
skotann sjálfan, þá skyldi hann skeiða.“
Þegar hér var komið samtali okkar Eyjólfs, komu mér
í hug frásagnir Finns Jónssonar á Kjörseyri, en þær eru
skráðar í þjóðháttum og ævisögum frá 19. öld eða
Minnisblöðum Finns á Kjörseyri eins og oftast er sagt,
útg. á Akureyri 1945. Eru margar kátlegar frásagnir af
sr. Eggerti en þó ekki sumar sem settlegastar, af vígðum
manni að vera. Það kemur þó glögglega fram í frásögn-
um þessum að mjög margt hefur honum verið til lista
lagt. Eins og þegar hefur komið fram var hann nafn-
kunnur hestamaður. A meðan sr. Eggert þjónaði Stóru-
vallasóknum í Rangárþingi var kveðin þessi vísa um
hann og hest hans Þokka:
Lipurt Þokka liðkar sá,
leika vanur sköllum,
gelur haninn glaður frá
góðu Stóruvöllum.
Sagt er að sr. Eggert hafi eins og fleiri prestar á þeim
tíma — fengist talsvert við lækningar, verið talinn
afburða snarmenni og glíminn vel, mikill söngmaður og
gleðimaður, þegar það átti við. Var það t.d. háttur
prests, þegar hann dvaldi í Reykjavík, að fara upp í lat-
ínuskóla og skemmta sér með ungum skólasveinum.
Var þá ætíð sunginn tvísöngur og reyndu piltar að byrja
svo hátt, að prestur næði ekki upp, en það tókst þeim
ekki. Svo var glímt, en að lokum lét sr. Eggert skóla-
sveina „tollera“ sig og var þá mikið hlegið. Lýkur hér
að segja frá Eggerti presti.