Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 33
BREIÐFIRÐINGUR
31
Hvað geturðu sagt mér frá œsku þinni á Kleifum?
Eg ólst upp í stórum systkinahópi hjá foreldrum mín-
um á Kleifum. Þar var oft skroppið á hestbak, fyrir
utan nauðsyn daglegra starfa. Hestamennskan ólgaði í
blóði ættarinnar, mann fram af manni. Stefán faðir
minn átti marga góða reiðhesta, suma úrvalsgripi. — Há-
mark góðrar skemmtunar í þá daga, var reistur makki
og liprar fætur — í góðra vina hópi. Svo er líka enn í
dag í mínum huga, þótt nú sé maður ragari og raunar
alls ónýtur til allrar hestamennsku. Eg hefði t.d. ekki
getað um áttrætt, eins og sr. Eggert forfaðir minn,
hlaupið aftan að hesti á jafnsléttu og kastað mér fram
í hnakkinn. Annars var ég nokkuð bráðþroska, ég var
t.d. orðinn baggatækur tólf ára gamall.
Hvaða ástœður lágu til þess að þú 17 ára gamall bregður þér
til Ameríku.
Ælli það hafi ekki bara verið ævintýraþrá. Eg vildi
vita hvað væri hinu megin við fjöllin. Nú, ég átti frænd-
fólk í Vesturheimi, og treysti á liðsinni þess, svona
fyrsta sprettinn. Eg átti tvær móðursystur fyrir vestan,
Þórdísi (Gerður Eldon — skáldheiti), í Winnepeg og
Ragnhildi í Vancouver. Þórdís frænka mín kom heim
árið 1913, þegar ég fór vestur. Hún slasaðist á leiðinni
heim.
Kunnir þú eitthvað í ensku, þegar þú fórst vestur um haf?
Það var ósköp lítið. Eg var húinn að vera hálfan vetur
á unglingaskóla sr. Olafs í Hjarðarholti, og var enska
aðalnámsgrein hjá mér. Eg náði dálitlum orðaforða en
framburðurinn var vitlaus. Eg fékk - að reyna það
seinna. A leiðinni út varð ég að dvelja 10 daga í Glas-
gow og reyndi ég til hins ýtrasta að notfæra mér þann
tíma og komast niður í málinu.
Hver varð helsta atvinna þín fyrir vestan ?