Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 37
Einar Kristjánsson:
Sundlaugin á Laugum 50 ára
Forn jarðhitamannvirki á Laugum
I 39. kafla Laxdælu segir svo: „Kjartan fór opt til Sæl-
ingsdalslaugar, jafnan bar svá til, at Guðrún var at
laugu, þótti Kjartani gott at tala við Guðrúnu, því at
hon var bæði vitr og málsnjöll." Mun þessi frásögn vera
elsta heimild um hina fornu laug á söguöld. Mun sund-
laug þessi hafa verið notuð á tímum Sturlunga, svo og
baðlaug sú, er stóð við hlíðarfót og víða er vitnað til.
— Síðasta heimild, er greinir frá baðlauginni er að finna
í sóknarlýsingu sr. Jóns Gíslasonar frá því í september
1839, en þar segir svo: „Sú einasta laug í sóknum þess-
um er fyrir ofan samnefndan bæ, hvar vatni úr hver af
brennheitu en ekki af sjóðandi vatni var veitt í hana, og
hefur hún verið vel tilbúin og sökum aldurs merkileg.
Þó er hún nú fyrir löngu vegna vanhirðingar óbrúkanleg
af sandskriðu, sem í hana er fallin.“
Samkvæmt framansögðu hafa upphaflega verið gerð
tvö jarðhitamannvirki á Laugum, annars vegar torflaug
undir bökkunum ofan Sælingsdalsár og hins vegar
baðþró neðst í holtinu milli giljanna tveggja ofan við
bæinn.
Örnefnið Köldulaugareyri, sem er hið forna heiti ey-
ranna meðfram Sælingsdalsánni talar sínu máli. Enginn
kann þó af því að segja hve langt er síðan að áin hefur
þurrkað út síðustu ummerki sundlaugarinnar fornu.
Þegar nálgast hið myrkara tímabil sögunnar, minnkar