Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 42
40
BREIÐFIRÐINGUR
búnað síðla dags 22. janúar til Sandness og gisti þar.
Þann dag var ekki fjarðfært til Hólmavíkur. Næsta dag
tókst þó að komast yfir Steingrímsfjörð þrátt fyrir rysju-
veður og urðu ferðalok á Heydalsá. Næsti áfangi var
stuttur, aðeins yfir fjallið að Litla-Fjarðarhorni. Að vísu
var Guðbrandur á Heydalsá tregur til að sleppa mér
ókunnugum þessa leið sökum dimmviðris. Daginn eftir
komst ég svo suður í Dali. Ég naut samfylgdar þeirra
Jóns í Stóra-Fjarðarhorni og Hjálmars á Felli alla leið
að Hvítadal í Saurbæ. Gisti ég þar hjá Torfa Sigurðs-
syni. — Daginn eftir var hríðarveður og mér alls ekki
leyft að halda áfram. Með góðri leiðsögn daginn eftir
skyldi farið um Svínadal til Hvammssveitar. A göngu
minni blasti Bersatunga við, þar sem skáldið Stefán frá
Hvítadal bjó. — A heimleiðinni fór ég þar um hlað og
hitti þetta léttfleyga skáld að máli. Færið á Svínadal var
tafsamt, en til Asgarðs kom ég um miðjan dag. Þar
hafði ég símasamband við heimabyggð og svo til Hall-
gríms í Ljárskógum, sem kvað mér ætlaðan dvalarstað
í Glerárskógum þar til kennsla hæfist.
Bjarni þurfti margs að spyrja um eldra fólk við Stein-
grímsfjörð. Hann hafði verið við sjóróðra frá Hafn-
arhólmi sem ungur maður. Meðan við áttum tal saman,
gekk inn til okkar hár og myndarlegur, ungur maður.
Þá mælti Bjarrti: „Svo þú ætlar að kenna sund. Þú ert
svoddan rindill, verður undireins drepinn. Sjáðu þenn-
an stóra risa,“ og glettnisglampa brá fyrir undir loðnum
brúnunum. „Þá það,“ svaraði ég, „það hafa þá fyrr orð-
ið víg í Dölum.“ — Þessi öðlingur og síðar góðvinur
minn hló hjartanlega að þessum orðaskiptum. Sá er inn
kom var Andrés Magnússon, síðar bílstjóri Reykjavík—
Hólmavík, um Steinadalsheiði. Geðprýðismaður og
ágætur sundnemi.
Þegar ég kom að Glerárskógum var verið að
undirbúa afmælisveislu ungs drengs og skemmtu sér
allir fram á nótt við leiki og dans, á milli þess er veitt