Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 44
42
BREIÐFIRÐINGUR
var súkkulaði og allskonar meðlæti. Þarna var og ungt
fólk úr grenndinni, er ég kynntist betur síðar. Næstu
daga dvaldi ég um kyrrt í Glerárskógum og fræddist
mikið af húsmóðurinni Helgu Asgeirsdóttur um ýmsa
sögustaði héraðsins, en hún var sjófróð og vel lesin í
fornum bókmenntum. Einn daginn þurfti að koma
fullorðnu nauti niður að Hvammi, og brugðum við
Magnús, sonur Helgu okkur á gæðinga og rákum tudda
á undan okkur, rétt eins og alvanir kúrekar. Fyrsta febrú-
ar hófst svo ævintýrið, sundkennslan. Þá um morg-
uninn voru 27 sundnemar mættir, en þeir urðu alls 42
þennan mánuð. Eins og gefur að skilja Var sundhæfni
nemenda misjöfn, enda um 30 ára aldursmunur á þeim
elsta og yngsta. Þeir eldri höfðu síst minni áhuga, full-
vissir þess, að með svona böðum og sundhreyfingum
mætti reka út gigt og taugaþreytu. Hjá yngra fólkinu
skorti ekki kapp né leikni, enda komust sumir á flot á
óvenju stuttum æfmgatíma. Eg fullyrði að með góðri
framhaldsþjálfun hefðu sundfærustu nemendurnir orð-
ið hlutgengir með jafnöldrum sínum annars staðar á
landinu. Magnús í Glerárskógum var mjög fær sund-
maður. Hann var ekki á námskeiðinu en tók að sér
sundkennsluna næstu árin. I upphafi námskeiðsins var
stofnað nemendafélag. Þessar nefndir voru kosnar
strax: Hreingerninganefnd, Qárhagsnefnd, dagskrár-
nefnd og skutilsveinanefnd. Þarna voru ágætir ræðu-
menn, þjálfaðir úr eldlínu ungmennafélagshreyfingar-
innar. Ráðsmaður staðarins var Guðbjörn frá Máskeldu
en ráðskona var Elísabet Halldórsdóttir frá Magnús-
skógum. Bæði ástsæl við störf sín.
Milli sundæfinga var oft farið í leiki, bæði úti og inni
og dansaðir þjóðdansar. A kvöldin var oft rýmt til í
borðstofunni og stiginn dans við músík frá grammófón-
inum hans Guðmundar í Magnússkógum. Einn góðviðr-
isdaginn var skálmað alla leið upp á Skeggöxl, niður um
Hvammsbrúnir að Krosshólaborg. Var það ærið löng