Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 47
BREIÐFIRÐINGUR
45
aldar gamla ævintýri, er ég þakklátur fyrir að hafa lifað
það. Þarna eignaðist ég marga góða vini. Þótt samband-
ið hafi rofnað víða um of, þá var það endurnýjað við
marga á skólabekk á Hvanneyri síðar. I dagbók minni
23. mars 1932 er þetta m.a. skráð: „Hér að Laugum
hefur mér liðið vel og hér fann ég marga góða drengi
og stúlkur, sem sómi er að í hverri sveit.“
Vígsla Sælingsdalslaugar
Hér á eftir fer frásögn Ingimundar á Svanshóli af
vígsluhátíð Sælingsdalslaugar. „Þeir voru eftirvænting-
arfullir ferðafélagarnir fjórir, er lögðu af stað úr Kald-
rananeshreppi síðdegis 22. júlí 1932 áleiðis að Laugum
í Dalasýslu til þess að vera við vígslu sundlaugarinnar
þar.
Eg hafði fengið skeyti frá Hallgrími í Ljárskógum um
að vera við vígsluna, en í förina slógust Páll í Goðdal,
Sigurður á Klúku, og Olafur á Sandnesi. Hver okkar
liafði tvo til reiðar. Fyrsti gististaður okkar var í Húsa-
vík í Kirkjubólshreppi hjá þeim ágætu hjónum, Stefaníu
Grímsdóttur og Runólfi Sigurðssyni. Samferðafólk okk-
ar frá Osi og Hólmavík kom ekki fyrr en kl 2 daginn
eftir og var þá lagt af stað fram Miðdal, um Vatnadal
að Gilsfjarðarbrekku. Fararstjóri á þessari leið var gagn-
kunnugur maður, Ormur Samúelsson, afgreiðslumaður
kaupfélagsins á Hólmavík. Ferðin gekk vel og var þessi
leið flestum okkar ókunn áður. Það var álftaprúður
Gilsfjörður, er blasti við augum af hæðunum ofan við
Brekku, og eyjarnar út með firðinum hillti ævintýralega
uppi. Allbratt þótti okkur niður í byggðina en áfram
var haldið. Leiðin lá framhjá Kleifum og hinum forn-
fræga Olafsdal, þar sem Torfx Bjarnason kom upp bún-
aðarskóla og var drjúgum á undan sinni samtíð, en
þarna var nú vel rekið bændabýli. Löng þótti okkur
Holtahlíð þar til búsældarlegt þéttbýli Saurbæjarins
blasti við. Þar skildust leiðir. Eg hélt um Svínadal með