Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 48

Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 48
46 BREIÐFIRÐINGUR sveitungum mínum og fræddi þá um atburði er gerst höfðu þar samkvæmt Laxdælu. Engum Bolla mættum við og komum síðla kvölds að Asgarði, þar sem við nut- um hinnar alkunnu gestrisni hjá héraðshöfðingjanum Bjarna Jenssyni og fólki hans. Þar gistu og einnig Jónas Jónsson frá Hriflu, fyrv. ráðherra ásamt Guðrúnu konu sinni og dætrum tveimur, Auði og Gerði. Gaman var fyrir ungan og óupplýstan mann að fræðast af þessum vinsæla kennimanni og stjórnmálaskörungi um ýmislegt úr sögu lands og þjóðar, enda verður þessi kvöldstund að því leyti alveg ógleymanleg. Þótt ég hefði ekki dvalið þarna í Hvammssveit nema röska tvo mánuði veturinn áður, þá voru mér allir bæir kunnir og það ágæta fólk, er þar bjó. Hlakkaði þess vegna til þess að geta blandað geði við elskulega nem- endur mína og aðra kunningja næsta dag. Sunnudagurinn 24. júlí rann svo upp bjartur og fag- ur með norðan andvara. A tilsettum tíma hófst svo sam- koman með því að Markús Torfason í Olafsdal setti há- tíðina og rakti byggingarsögu sundlaugarinnar, sem var mjög athyglisverð. Þá flutti Jónas Jónsson vígsluræðuna og var hún snjöll svo sem vænta mátti. Gat þess m.a. að nú væru 25 sundlaugar heitar á landinu en 4 með köldu vatni. Næstu ræðumenn voru Þorsteinn sýslu- maður Þorsteinsson og svo fulltrúi frá Ungmennafélagi Islands. Meðan þessir tveir ræðumenn fluttu tölur sínar, klæddum við okkur í sundskýlur, sex strákar og tvær stúlkur, en að ræðunum loknum hófst svokölluð sundsýning, sem var fólgin í því að sýna hinar ýmsu sundgreinar og stungur af laugarbakka. Þetta urðum við að endurtaka fimm sinnum þar eð áhorfendarými á bökkum laugarinnar var svo lítið. Alls var talið að 500 manns hefðu sótt vígsluhátíðina. Eg er ekki alveg viss um hverjir tóku þátt í þessari sundsýningu auk mín, en líklegt þykir mér að valið hafi verið sundfærasta fólkið af námskeiðum vetrarins. Trúlega hafa þeir verið þarna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.