Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 50
Kristín Níelsdóttir frá Sellátri:
Man ég hlýjar hendur
Ég er á göngu í Sellátri og staðnæmist á Vatnshöfðan-
um. Ég sest niður á þægilega þúfu og litast um. Hér er
vítt til veggja, fjallahringurinn virðist eins og skeifulaga
og opnast til vesturs. Héðan sést til hafs milli Skorar og
Jökuls. Mér verður litið austur á bakkann og sé þann
stað, sem áður var byggð. Ég hugsa til fólksins, sem ég
ólst upp með þar og mér kemur í hug ein frændkona
mín. Ég sé hana í anda og hverf um leið marga áratugi
aftur í tímann. Það er sem ég sjái hana koma út úr
íbúðarhúsinu og ganga að eldiviðarkofanum. Hún
tekur í hendur sínar nokkra góða móköggla og það er
auðséð á öllu að nú ætlar hún að skerpa á katlinum.
Vera má að hún hafi séð til báts, sem mundi lenda og
þá má ekki standa á kaffinu. Ef til vill syði á katlinum
í þann mund, sem báturinn lenti. Þá myndi húsmóðirin
leggja frá sér vinnu sína og koma fram í eldhúsið. Þeir,
sem kæmu af sjónum myndu ganga inn í baðstofu, setj-
ast á rúmin og bíða eftir kaffisopanum, sem innan
stundar yrði á borð borinn. Þeir hafa e.t.v. skilið eftir
blauta vettlinga í horninu á ganginum, eða úti við dyrn-
ar. Konan, sem ég minntist á gengur fram ganginn og
finnur vettlinga við dyrnar. Hún er í dökku pilsi, í dag-
treyju, með bláköflótta svuntu. Hún hefur móleita
hyrnu á herðunum en á höfði ber hún Ijósan skýluklút.
Hún gengur með blauta vettlinga inn að eldavélinni og