Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 54
52
BREIÐFIRÐINGUR
sinni einstaka sinnum en það samband var löngu rofn-
að áður en Sigríður dó.
2. Sigurjón. Kona hans hét Marbjörg Sigurðardóttir,
ættuð frá Hellissandi. Sigurjón drukknaði áf fiski-
skipinu Kristjáni, sem fórst með allri áhöfn í Látraröst
26. apríl 1906. Rúmu ári áður fór Marbjörg orlofsferð
vestur í Flatey og Bjarneyjar, en báturinn fórst með allri
áhöfn. Sigurjón og Marbjörg áttu 1 son, Sigurð Svein.
Hann fór eftir lát foreldra sinna út á Hellissand og ólst
þar upp hjá móðurforeldrum sínum, Guðmundu og
Sigurði í Miðbæ. Hann giftist og á marga afkomendur.
3. Halldór. Hann bjó með Kristínu Hafliðadóttur og
bjuggu þau um skeið á Selvöllum í Helgafellssveit.
Fluttu svo þaðan til Reykjavíkur. Kristín Hafliðadóttir
var ekkja, maður hennar, Gísli Kárason fórst á Akur-
eyjarsundi 5. júní 1914. Þau áttu mörg börn. Kristín og
Halldór áttu 1 son. Það er Lárus Halldórsson, prestur
í Breiðholtsprestakalli í Reykjavík. Halldór andaðist í
Flatey árið 1946 hjá sr. Lárusi syni sínum, er þá var
þjónandi prestur þar.
Mér telst svo til að barnabörn Sigríðar hafi verið 9
alls. Hún hafði þó lítil kynni af þeim. Hún sá Sigurð
Svein nokkrum sinnum og einnig Lárus. Foreldrar hans
komu með hann ungan dreng fram í Sellátur og ég
man vel hve ástúðlega hún strauk um kollinn á þessum
sonarsyni sínum en flýtti sér síðan út úr stofunni. Það
runnu tár niður kinnar hennar. - I basli og fátækt
liðinna ára hafði hún orðið að láta flest börn sín frá sér
og geta allir gert sér grein fyrir þeim sárindum. Það
leiddi því af sjálfu sér að barnabörnin hennar voru öll
svo fjarri, en þegar hún heilsaði þessum litla dreng í
Sellátri, strauk yfir höfuð hans og sagði, „Guð blessi þig
barnið mitt“ — þá hafa um leið ýfst upp sár liðinna ára.
Rétt fyrir aldamódn, mig minnir 1899 kemur Sig-