Breiðfirðingur - 01.04.1983, Blaðsíða 55
BREIÐFIRÐINGUR
53
ríður til foreldra minna, sem stuttu seinna fluttu frá
Akureyjum í Sellátur þar sem þau bjuggu æ síðan. Sig-
ríður var föðursystir móður minnar, Dagbjartar H.
Jónsdóttur, en að öðrum og þriðja að skyldleika við föð-
ur minn, Níels Breiðíjörð Jónsson.
Nú var hún komin á leiðarenda. Lokið erfiðri ferð.
Eftir þetta lágu spor hennar um þessa litlu eyju. Hún
andaðist 4. júlí 1934 og var jarðsett í Stykkishólms-
kirkjugarði.
Þegar ég hugsa um rökkurstundir langra vetr-
arkvelda í Sellátri og við hlýddum á frásagnir, sem
gerðust í lífi Sigríðar, bæði fyrr og síðar, þá kemur mér
nú margt í hugann.
Hún mundi líka margar sögur, sem hún hafði heyrt
og flutti þær af snilld. — Sumar með geislandi íjöri og
kátínu en aðrar dularfullar eða sorglegar. — „Það fara
ekki allar sögur vel barnið gott“ sagði Sigríður stund-
um, þegar ég kvartaði yfir sögulokum og óskaði að allt
færi á annan og betri veg. Hún var ósvikinn fræðaþulur
og ættfróð svo við fáa verður jafnað. Eg hefi raunar
engan þekkt, sem hefur vitað eins mikið um ættartengsl
sem hana.
Sigríður var mjög vel verki farin, mikil prjónakona,
prjónaði stórflíkur á hverjum vetri, spann og saumaði.
A yngri árum saumaði hún karlmannaföt og sagðist
hafa verið viku með þau, auðvitað allt unnið og saumað
í höndunum. Þá þekktust ekki saumavélar.
Sigríður var fremur lág vexti, þéttvaxin, kvikleg í
hreyfíngum, enda rösk til allrar vinnu. Háralitur mun
hafa verið dökkjarpur. Hún var fremur kringluleit með
svolítið rjóðar kinnar.
Eg rétti mig upp þar sem ég sit á þúfunni, sem hæst
ber í Sellátri. Eg hefi rakið minningarnar um hana
Siggu mína.
Eg lít heim, heim þar sem áður stóð vinalegt timbur-
hús. Nú er það horfið, aðeins grunnurinn er eftir og