Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 59
BREIÐFIRÐINGUR
57
á flæði eru staparnir umflotnir. Standa aðeins stærstu
fletir upp úr, eru þeir grasi grónir, af áburði þeim sem
fuglinn, sem þarna er mikið af, hefur gefið landinu.
A stöpum þessum er mikil flæðihætta fyrir sauðfé
sem sækir í fjörugróðurinn, sem er gómsæt fæða sauð-
kindinni. Græðgin í þennan fjörugróður hefur orðið
margri kindinni að fjörtjóni. Arvekni smalans hefur
hins vegar oft bjargað fénu frá bráðum bana.
Eiðisstapar urðu Jóhönnu alla tíð ógleymanlegir.
Tengdist þetta atburðum í sambandi við draum sem
hana dreymdi.
Söguna sem hér fer á eftir sagði Jóhanna mér sjálf,
þá orðin 70 ára. Minnið var í besta lagi og frásögnin
sem best varð á kosið. Jóhanna sat hjá mér í eldhúsinu,
eins og hún gerði oft. Var margt spjallað yfir góðum
kaffibolla. Meðal annars sagði Jóhanna mér nú frá stór-
furðulegum atburði í lífi hennar. Læt ég hana nú segja
frá:
„Frá bænum á Eiði er drjúgur spölur inn að Eiðis-
stöpum. Eg hljóp í spretti að heiman, var á nýjum leð-
urskóm með ristarböndum og þvengjum, og vel út búin
til hlaupanna. Kindurnar voru út um öll sker, því
háijara var. Eg hóa þeim saman. Þær runnu í halarófu
til lands eftir sléttum sandinum. Eg var orðin þreytt
eftir hlaupin, og að mér sótti óvanalegt magnleysi. Sett-
ist ég þá undir stapann að hvíla mig. Sækir nú á mig
ákafur svefn. Elalla ég mér útaf og sofna. Dreymir mig
þá að til mín kemur kona, stór og vel klædd. Segist hún
vera huldukona og eiga heima hér í stóra stapanum.
Ennfremur segir hún: „Eg ætla að biðja þig að gera bón
mína, og skal ég launa þér ef þú bregst vel við“. Mér
finnst ég svara: „Eg skal gera það, ef ég get.“ Ber hún
nú upp bónina, en hún er sú að koma með sér. Kýrin
sín sé að bera, en geti ekki fætt nema mennskar hendur
fari um malir hennar. Finnst mér þá ég rísa upp og
segja: „Eg kem með þér“. Varð hún glöð við. Ég fylgi