Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 60
58
BREIÐFIRÐINGUR
henni þar til við komum að bæ hennar. Förum við beint
í fjósið. Þar er kýr á bási, og er ekki að orðlengja það,
ég fer böndum um kúna og fæðist þá kálfurinn. Fannst
mér þá konan fylgja mér sömu leið til baka. Kveður
bún mig með innilegu þakklæti. Kveðst bún skuli launa
mér með því að reka kindurnar frá sjónum áður en falli
að fyrir stapana. Kveðst hún láta hausastöppu á
steininn hérna á morgun. „Munt þú sjá hana er þú
kemur frá að reka kindurnar frá sjónum, en þú verður
að borða hana, þá þarft þú ekki oftar að reka féð héðan
frá Stöpunum. Vertu þá sæl og fylgi þér farsældin". Við
þessi orð hrökk ég upp með andfælum. Sá ég þá á eftir
konunni, sem mig hafði verið að dreyma.
Eg var dálítið utan við mig og spurði sjálfa mig: „Var
þetta draumur". Mér fannst þó í aðra röndina að þetta
hefði verið veruleiki, en hrædd var ég ekki. Þegar ég
hafði áttað mig sá ég kindurnar voru komnar upp í
hlíðar, en sjórinn að falla að, svo ég varð að vaða suma
álana á leið minni til lands. Þegar ég kom heim sagði
ég engum frá því sem fyrir mig hafði borið, en hugsaði
mikið um það sem gerst hafði hjá Stöpunum. Um
nóttina dreymdi mig ekki neitt.
Upp rann næsti dagur, ég rölti af stað og rak kind-
urnar frá sjónum, enginn geigur var í mér og hóa ég
saman kindunum. Nú geng ég að steininum sem huldu-
konan hafði sagt að hausastappan yrði á. Jú, ekki bar
á öðru, þarna var hausastappan. Ég stóð þarna stirðnuð
af undrun, en eitthvað í brjósti mér sagði: „Þú verður
að borða hausastöppuna“. Fékk ég mér þá skeljabrot úr
fjörunni og fór að smakka með gætni þó. Fljótt fann ég
að þetta var mesta góðgæti, en það sem vakti mér mesta
undrun var að stappan var glóðvolg. Ég lauk við að
borða hana, skildi aðeins eftir bein, sem í stöppunni
voru. Lét ég þau ofan í skeljarbrotið sem ég hafði borð-
að með. Ég mælti ofan í steininn: „Guð launi matinn.“
Mér varð gott af hausastöppunni. Þegar ég kom næsta