Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 60

Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 60
58 BREIÐFIRÐINGUR henni þar til við komum að bæ hennar. Förum við beint í fjósið. Þar er kýr á bási, og er ekki að orðlengja það, ég fer böndum um kúna og fæðist þá kálfurinn. Fannst mér þá konan fylgja mér sömu leið til baka. Kveður bún mig með innilegu þakklæti. Kveðst bún skuli launa mér með því að reka kindurnar frá sjónum áður en falli að fyrir stapana. Kveðst hún láta hausastöppu á steininn hérna á morgun. „Munt þú sjá hana er þú kemur frá að reka kindurnar frá sjónum, en þú verður að borða hana, þá þarft þú ekki oftar að reka féð héðan frá Stöpunum. Vertu þá sæl og fylgi þér farsældin". Við þessi orð hrökk ég upp með andfælum. Sá ég þá á eftir konunni, sem mig hafði verið að dreyma. Eg var dálítið utan við mig og spurði sjálfa mig: „Var þetta draumur". Mér fannst þó í aðra röndina að þetta hefði verið veruleiki, en hrædd var ég ekki. Þegar ég hafði áttað mig sá ég kindurnar voru komnar upp í hlíðar, en sjórinn að falla að, svo ég varð að vaða suma álana á leið minni til lands. Þegar ég kom heim sagði ég engum frá því sem fyrir mig hafði borið, en hugsaði mikið um það sem gerst hafði hjá Stöpunum. Um nóttina dreymdi mig ekki neitt. Upp rann næsti dagur, ég rölti af stað og rak kind- urnar frá sjónum, enginn geigur var í mér og hóa ég saman kindunum. Nú geng ég að steininum sem huldu- konan hafði sagt að hausastappan yrði á. Jú, ekki bar á öðru, þarna var hausastappan. Ég stóð þarna stirðnuð af undrun, en eitthvað í brjósti mér sagði: „Þú verður að borða hausastöppuna“. Fékk ég mér þá skeljabrot úr fjörunni og fór að smakka með gætni þó. Fljótt fann ég að þetta var mesta góðgæti, en það sem vakti mér mesta undrun var að stappan var glóðvolg. Ég lauk við að borða hana, skildi aðeins eftir bein, sem í stöppunni voru. Lét ég þau ofan í skeljarbrotið sem ég hafði borð- að með. Ég mælti ofan í steininn: „Guð launi matinn.“ Mér varð gott af hausastöppunni. Þegar ég kom næsta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.