Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 64
62
BREIÐFIRÐINGUR
afsvíkur um langt skeið. Bráðgreindur hagleiksmaður,
hann fékkst t.d. við bókband er tóm gafst.
Jóhanna Valentínusdóttir var nett og fíngerð kona,
snör í snúningum og gneistaði af henni lífsfjörið iivar
sem hún fór. Greindin og mannkostirnir fylgdu henni
hvarvetna.
Það duldist engum að Jóhanna og Guðbrandur voru
meira en meðalfólk bæði að atgjörfi og dagfari. Fljótt
eftir að þau giftu sig réðust þau í það stórræði að reisa
sér lítið íbúðarhús sem þau nefndu Heklu. Þar bjuggu
þau í 5 ár. Jóhanna vann þá hjá Einari Markússyni
kaupmanni, sem hafði mikil umsvif um þessar mundir
og þurfti á verkhyggnu fólki að halda. Jóhanna
stjórnaði þarna vinnunni á fiskreitunum á sumrin, var
verkstjóri með öðrum orðum.
Meðan Jóhanna átti enga kú, tók hún það til bragðs
að kaupa kálflausa kú á vorin, hafði hún þá mjólk yfir
sumarið handa börnunum. Slátraði hún svo kúnni að
haustinu, saltaði kjötið og bjó til slátur. Þetta voru bú-
hyggindi sem Jóhönnu voru ávallt tiltæk. Það var alltaf
auðveldara að fá mjólk að vetrinum.
Þá var það eitt vorið að þau hjón gátu fengið útmæl-
ingu, sem kallað var, þ.e.a.s. dálitla skák upp með tún-
unum í dalnum. Þau réðust í að girða þarna og
ræktuðu síðan smátt og smátt, þar til þau fengu af
þessu landi fyrir eina kú. Svona var smáunnið að settu
marki, meira var ræktað og túnið stækkaði og spratt vel.
Um aldamótin 1900 réðust þau hjónin í það stórvirki
að byggja sér timburhús. Svona var stórhugur og fram-
faraviðleitni þessara hjóna. Þetta var húsið Bifröst, sem
enn er til í Olafsvík. Húsið hefur verið stækkað og búið
er að breyta því, en það stendur á sama grunni og lóðin
er að mestu leyti hin sama.
I Bifröst búnaðist þeim vel Guðbrandi og Jóhönnu.
Þau voru einstaklega samhent og ráðdeildarsöm. Þeim
hjónum varð 6 barna auðið. Þrír synir: Vilberg, Baldur