Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 67
BREIÐFIRÐINGUR
65
hyggindi innan dyra sem utan. Eins og fyrr segir
eignuðust þau kú snemma á sínum búskaparárum, síðar
nokkrar kindur, eftir því sem túnið stækkaði. Til að
koma heim heyinu þurfti hest, og svona kom þetta hvað
af öðru með stöðugri elju og útsjónarsemi. Þessar fáu
skepnur drýgðu tekjur og gáfu betra líf. Smátt og smátt
fjölgaði skepnunum. Þá varð að fara að afla heyja á
fjarlægum stöðum. Ingibjörg Pétursdóttir hálfsystir
Guðbrands flutti frá Haukabrekku í Fróðárhreppi 1919
að Bár í Eyrarsveit. Þá keypti Guðbrandur engjapart
sem Haukabrekka átti suður á Fróðárheiði. Landspilda
þessi kallaðist „Partar“ og var þar gott slægjuland.
Langt var þangað frá Olafsvík fyrir fótgangandi með
trússahest í taumi með amboðum og viðleguútbúnaði,
því nú varð að dvelja þarna, liggja við sem kallað var.
Þá var eldað á hlóðum undir berum himni. Náttstað-
urinn var tóft sem segl var strengt yfir. Jóhanna saum-
aði sjálf þetta tjald.
Þetta segltjald var með risi. Hún saumaði föls fyrir
gler, sem veitti góða birtu á hvorri hlið. Tóftin var stór
og rúmgóð. Enn fremur saumaði hún rekka, þar sem
hún gat stungið diskum í o.fl. Einnig voru hólf fyrir
hnífapör og bolla. Það var því hægt að ganga að hverj-
um hlut á sínum stað í þessari vistarveru. Þetta var nú
heimkynni heiðabúans meðan heyjað var á Fróðárheiði.
Vatn var nóg í giljum og fjallalindum, en eldiviður var
lyng og lurkar. Þeir voru hér og þar frá þeim tímum
sem landið var skógi vaxið. Hreina fjallaloftið var svo
heilnæmt að það hressti og magnaði alla til vinnu eins
og Jóhanna var vön að segja. Bifrastarfólkið sló ekki
slöku við, og mikið var heyjað ef vel var sprottið.
Jóhanna sló eins og karlmaður og klæddist buxum
eins og þeir til að létta sér vinnuna. Taldi hún það
hentugra en að druslast í pilsum í blautum mýrarkeld-
um. - Hún var alltaf á undan sinni samtíð.
Seinna komu betri tímar. Þægindum fjölgaði. Nú var