Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 67

Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 67
BREIÐFIRÐINGUR 65 hyggindi innan dyra sem utan. Eins og fyrr segir eignuðust þau kú snemma á sínum búskaparárum, síðar nokkrar kindur, eftir því sem túnið stækkaði. Til að koma heim heyinu þurfti hest, og svona kom þetta hvað af öðru með stöðugri elju og útsjónarsemi. Þessar fáu skepnur drýgðu tekjur og gáfu betra líf. Smátt og smátt fjölgaði skepnunum. Þá varð að fara að afla heyja á fjarlægum stöðum. Ingibjörg Pétursdóttir hálfsystir Guðbrands flutti frá Haukabrekku í Fróðárhreppi 1919 að Bár í Eyrarsveit. Þá keypti Guðbrandur engjapart sem Haukabrekka átti suður á Fróðárheiði. Landspilda þessi kallaðist „Partar“ og var þar gott slægjuland. Langt var þangað frá Olafsvík fyrir fótgangandi með trússahest í taumi með amboðum og viðleguútbúnaði, því nú varð að dvelja þarna, liggja við sem kallað var. Þá var eldað á hlóðum undir berum himni. Náttstað- urinn var tóft sem segl var strengt yfir. Jóhanna saum- aði sjálf þetta tjald. Þetta segltjald var með risi. Hún saumaði föls fyrir gler, sem veitti góða birtu á hvorri hlið. Tóftin var stór og rúmgóð. Enn fremur saumaði hún rekka, þar sem hún gat stungið diskum í o.fl. Einnig voru hólf fyrir hnífapör og bolla. Það var því hægt að ganga að hverj- um hlut á sínum stað í þessari vistarveru. Þetta var nú heimkynni heiðabúans meðan heyjað var á Fróðárheiði. Vatn var nóg í giljum og fjallalindum, en eldiviður var lyng og lurkar. Þeir voru hér og þar frá þeim tímum sem landið var skógi vaxið. Hreina fjallaloftið var svo heilnæmt að það hressti og magnaði alla til vinnu eins og Jóhanna var vön að segja. Bifrastarfólkið sló ekki slöku við, og mikið var heyjað ef vel var sprottið. Jóhanna sló eins og karlmaður og klæddist buxum eins og þeir til að létta sér vinnuna. Taldi hún það hentugra en að druslast í pilsum í blautum mýrarkeld- um. - Hún var alltaf á undan sinni samtíð. Seinna komu betri tímar. Þægindum fjölgaði. Nú var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.