Breiðfirðingur - 01.04.1983, Blaðsíða 68
66
BREIÐFIRÐINGUR
komið tjald og prímus. Þvílíkar framfarir. Nú var gam-
an að lifa.
Fyrstu árin var heyið reitt heim á tveimur eða þrem-
ur hestum, en seinna urðu hestarnir fleiri, var þá reitt
á 6-7 hestum, en alltaf var farið gangandi á milli, þá
oft hlaupið létt, er klárarnir voru lausir á suðurleið. Eg
hefi fyrir satt, að það hafi verið Skarphéðinn sem flest-
ar ferðir fór á milli. Stundum voru unglingar með hon-
um, ef kynni að fara ofan af einhverjum hestinum.
Annars voru sátur hafðar litlar, enda var leiðin löng.
Var vel búið upp á hestana, þykkir og góðir reiðingar,
klifberi og gjarðir traust og vandað. Reipin voru fléttuð
ullarreipi með hornhögldum. Þau voru unnin af
Guðbrandi. Hann var listahagur á allt sem hann lagði
hönd á.
Síðasta sumarið sem Jóhanna heyjaði suður á Fróðár-
heiði, var sumarið sem Guðbrandur dó, 1940. Síðan
hefir enginn heyjað í Haukabrekkupörtum á Fróðár-
heiði.
Uppi á Fróðárheiði sótti Jóhanna líka fífu í kveiki í
fjósakoluna sína. Hún var vön að tvinna fífukveikina.
Það þurfti að hafa snör handtök við að snúa og tvinna
kveikina, því fífunni hættir til að þorna um of og þá
vilja kveikirnir springa á meðan er verið að gera þá.
Jóhanna vafði síðan alla kveikina þétt inn í klút og þeir
voru ævinlega til taks er kveik vantaði í koluna, sem
Jóhanna notaði í fjósinu. Hún notaði kolu í fjósið fram
undir 1940, efdr það hafði hún lukt.
Oft minntist Jóhanna þeirra daga er heyjað var á
heiðinni. Hreina og tæra loftið var magnaður orkugjafi,
enda stutt að Snæfellsjökli. Enginn fékk kvef í þessum
útilegum. Það þakkaði Jóhanna góða loftinu. Hún trúði
á hreina loftið sem heilsulind. Það var ekki fyrirhafnar-
laust á þessum árum í Olafsvík að ná sér í eldivið. Þá
varð að leggja leið sína upp á Olafsvíkurfjall til að skera
sér mó. Jóhanna og Guðbrandur tóku alltaf upp á sama