Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 71
Jón Helgason, ritstjóri:
íslenzkur ættfaðir á Grænlandi
Úr ársriti Sögufélags ísfirðinga
A borðinu fyrir framan mig liggur bréf frá græn-
lenzkum stúdenti, sem mun vera um það bil að ljúka
námi í uppeldisfræðum í Kaupmannahafnarháskóla.
Það munu fleiri en ég staldra við nafnið: Hann heitir
Jörgen Pjettursson.
Ættarnafn þessa grænlenzka manns vekur undir eins
þann grun, að hann muni eiga kyn sitt að rekja til Is-
lands, enda er það kunnugt, að allmargir Islendingar
áttu langdvalir á Grænlandi á átjándu og nítjándu öld
og festu þar sumir ráð sitt og settust þar að. Voru þess-
ir menn ýmist sendir til Grænlands til þess að kenna
þar vinnubrögð, er tíðkuðust á íslandi og ætlað var, að
gætu komið að notum við grænlenzkar aðstæður, eða
réðust þangað í þjónustu Grænlandsverzlunar, sem al-
gengara var.
Grænlenzka stúdentinúm er mæta vel kunnugt um
það, að hann á kyn sitt að rekja til íslendings, sem var
bátsformaður í þjónustu Grænlandsverzlunar. Hann hét
Guðbrandur Pétursson, kvæntur grænlenzkri konu, og
átti með henni minnsta kosti tvö börn, sem komust til
aldurs, Jóhannes og Dorthe. Dorthe fæddist í Ritenbenk
við Bjarneyjarflóa árið 1867, og mun hún hafa verið
lítið eitt yngri en Jóhannes. Dorthe giftist dönskum
beyki, Sören Nielsen, sem kom til Grænlands og settist
að í Ritenbenk. Gerðist hann útibússtjóri á vegum
Grænlandsverzlunarinnar við Bjarneyjarflóa og síðar í
Tasiussak (sem á íslenzku gæti heitið í Hópi) norður í,
Úparnivíkurhéraði. Er fjöldi fólks kominn út af þeim