Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 72
70
BREIÐFIRÐINGUR
Sören Nielsen og Dorthe Guðbrandsdóttur og stýra
margir niðjar þeirra verzlunum í hinum nyrðri héruð-
um Vestur-Grænlands. Eg hef einnig í höndum bréf frá
einum þeirra, Ola Nielsen, verzlunarstjóra í Pröven,
sonar Sörens Nielsens. En þrátt fyrir íslenzkt og danskt
ætterni bréfritarans er honum grænlenzkan sýnilega
fullt svo töm sem danskan, því að bréfið er öðrum
þræði skrifað á því máli. Þeir verða allir börn Græn-
lands, er þar fæðast, hvert sem ætterni þeirra kann að
vera.
Sonur Guðbrands Péturssonar, Jóhannes, fluttist
einnig norður í Tasíússak. Hann var mikill veiðimaður
og hafði spurt, að norður þar væri gott til fanga. Þar
framaðist hann vel og var kosinn í landsráð Grænlend-
inga. Hann eignaðist fjóra sonu og eina dóttur, og er
einn sona hans, Isak, djákni í Umanak, faðir græn-
lenzka stúdentsins, sem vikið var að í upphafi. Munu
niðjar Jóhannesar, sem bera hið íslenzka ættarnafn,
Pjetturson, nú vera rösklega tuttugu.
Þetta nafn hljómar sennilega einkennilega í græn-
lenzkum eyrum. En Jörgen Pjettursson segist vera
hreykinn af því: „Við erum öll sólgin í íslenzkar forn-
sögur,“ segir hann. „Eg man enn þann áhuga, sem ætt-
arnafn mitt vakti hjá mér í bernsku, á þeim Ingólfi og
Leifi. Við erum líka einu Grænlendingarnir, sem frá
blautu barnsbeini vissum, hver Hallgrímur Pétursson
var. Til marks um það ættarstolt, sem enn helzt við, skal
ég nefna það, að á menntaskólaárum mínum taldi ég
það skyldu mína að kunna Sonatorrek og Hávamál bet-
ur en skólasystkini mín. Það hefur líka alltaf verið
draumur minn að sjá Island, en á því hef ég ekki átt
kost enn. A bernskuheimili mínu máttum við aldrei
hugsa til þess. að áramótin liðu svo, að íslenzki þjóð-
söngurinn hljómaði þar ekki innan veggja — ekki aðeins
vegna þess, að hann er fallegur, heldur einnig af því,
að við vorum upp með okkur af hinu íslenzka blóði í