Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 73
BREIÐFIRÐINGUR
71
æðum okkar. En því vil ég bæta við, að Eskimóakenndin
er samt að sjálfsögðu ríkari í mér, og þegar ég heyri
hinar grænlenzku sagnir um bardaga Eskimóa og nor-
rænna íbúa Grænlands, er samúð mín öll með
Eskimóum."
II.
Ef að er gáð, kemur í ljós, að Guðbrands Péturssonar
er getið í íslenzkri ferðasögu frá Grænlandi. Dr. Helgi
Péturs lauk náttúrufræðinámi í Kaupmannahafnarskóla
vorið 1897, og fór þá þegar samsumars rannsóknarferð
til Grænlands, ásamt nokkrum dönskum vísinda-
mönnum. Eftir heimkomuna skrifaði hann skemmtilega
ferðasögu, sem síðar birtist í bók, sem Oddur prentari
Björnsson gaf út og nefndist Grænland að fornu og
nXju;
I ferðasögu sinni segir dr. Helgi frá því, að hann kom
til Hundeyja, er mun vera byggð skammt sunnan við
Bjarney. Kaupmaður sá, sem þá var þar, var enginn
annar en Sören Nielsen, maður Dorthe Guðbrandsdótt-
ur. Dr. Helgi getur þess líka, að faðir konunnar hafi
verið íslenzkur maður, „Guðbrandur nokkur Pétursson,
sem hafði um mörg ár verið formaður í þjónustu verzl-
unarinnar og gengið að eiga grænlenzka konu.“
Ekki fannst dr. Helga Dorthe vera Islendingsleg á-
sýndum. Þó var hún ekki jafnbrún á hörund og þorri
Grænlendinga. Hún talaði aðeins grænlenzku, en skildi
dönsku. I íslenzku skildi hún ekki stakt orð.
Guðbrandur Pétursson virðist hafa verið allvinsæll
meðal Grænlendinga. Að minnsta kosti hefur þeim þótt
nafn hans veglegt. í þessari sömu ferð komst dr. Helgi
í kynni við algrænlenzkan mann, sem hét Guðbrandur
Emil. Engum getum þarf að því að leiða, hvert nafnið
hefur verið sótt. Einhver hefur látið heita í höfuðið á
Guðbrandi Péturssyni hinum íslenzka. En því miður fer
dr. Helgi engum orðum um athafnir hans og ævintýri