Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 74
72
BREIÐFIRÐINGUR
á Grænlandi og getur ekki afdrifa hans, þótt í það megi
ráða, að hann hafi verið látinn, þegar hér var komið.
Þeirra Sörens Nielsens og Dorthe Guðbrandsdóttur
getur víðar en í þessari íslenzku ferðasögu frá lokum
nítjándu aldarinnar. Það þarf ekki lengi að blaða í rit-
um þeirra Péturs Freuchens og Knúts Rasmussens til
þess að finna þeirra og niðja þeirra getið. Þaðan vitum
við, að þau hjón voru mjög gestrisin og Dorthe skaprík
kona og röggsöm og góð húsmóðir. Þau áttu tvo syni
og tvær dætur, og eru tvö þessara barnabarna Guð-
brands Péturssonar enn á lífi, Hans verzlunarstjóri í
Tasíússak, faðir Ola í Pröven, og Jakobína, kaupmanns-
frú í Jakobshöfn. A einum stað í ritum sínum segir Pét-
ur Freuchen frá því, er Jakobína, „brosmild stúlka og
þýð í lund,“ bakaði ástarpunga handa þeim ferðafé-
lögum. Hjá foreldrum hennar dvaldist líka Navarana,
kona Péturs Freuchens, þegar hún fékk löngun til þess
að læra kristin fræði og láta skíra sig, og af Hans Niel-
sen keypti Knútur Rasmussen hundaeyki, þegar hann
hélt af stað í hina miklu sleðaför um lönd og höf frá
Grænlandi til Norður-Ameríku. Má af öllu ráða, að þeir
Nielsensfeðgar hafi verið í röð hinna fremstu manna á
þessum slóðum á þeim dögum.
III.
Mér hefur um skeið leikið hugur á að vita, hver hann
eiginlega var, þessi Guðbrandur Pétursson, sem gerðist
ættfaðir á Grænlancii og festi Hallgrím Pétursson börn-
um sínum svo vel í minni, að það hefur aldrei síðan
gleymzt. Nokkru eftir að mér bárust bréfin frá niðjum
hans, gerði ég gagnskör að því að leita hans í gömlum
manntölum. Sú leit bar þó ekki árangur, og vék ég
þessu þá frá mér um stund.
Svo var það einn dag nú síðla sumars, að ég komst
óvænt á sporið. Ofurlitlar irringar, sem áttu sér stað á
hlaðinu á Arngerðareyri eitt haustkvöld fyrir meira en