Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 75
BREIÐFIRÐINGUR
73
hundrað árum, leystu vandann. Þó er hér á hængur. Ég
get ekki lagt fram órækar sannanir fyrir brottför Guð-
brands af landinu, og valda því yður í embættisbækur
og slæleg færsla þeirra bóka, sem til eru. Eigi að síður
er ég sannfærður um, að ég hafi fundið hinn rétta
mann.
Guðbrandur sá Pétursson, sem ég þykist vita, að hér
sé um að ræða, var raunar ekki ísfirzkur að uppruna.
Hann fæddist á Orrahóli á Fellsströnd 17. júlí 1829, og
voru foreldrar hans Þórunn Guðmundsdóttir frá Fjós-
um í Faxárdal, er þá var vinnukona á Orrahóli, og Pét-
ur Guðmundsson frá Hellu á Fellsströnd, vinnumaður
á Skarði. Kyn hans er því úr Dölum, og þar bjuggu
langfeðgar hans langt aftur í ættir.
Guðbrandur var hin fyrstu ár með móður sinni. Það
gerðist um svipað leyti, að hún giftist ekkli í Saurbæ og
Pétur fór að búa í Skoravík á Fellsströnd. Fór drengur-
inn þá til föður síns. Það varð þó stutt í búskap Péturs
Guðmundssonar. Hann hætti hokrinu og réðist í vist að
nýju. Mun hann hafa verið maður bláfátækur og ef til
ekki mikill fjárgæziumaður. En eitt var honum til lista
lagt: Hann var hleðslumaður ágætur og virðist hafa ver-
ið svo eftirsóttur til þeirra verka, að hann var af því
kallaður bæjarbyggingamaður. Guðbrandur litli ólst
upp á sveitarframfæri á Fellsströnd, unz hann var
þrettán ára gamáll. Þá var hann ráðinn smali að Kletti
í Geiradal, þar sem faðir hans gerðist húsmaður þetta
sama ár. Var hann fermdur í Garpsdal vorið 1843,
þægur piltur og hrekklaus, sagður kunna allvel og hafa
sæmilegan skilning.
Um þessar mundir hafði Pétur, faðir hans, fest ráð
sitt, og fluttist hann nú brátt norður í Vatnsíjarðarsveit,
þar sem hann bjó síðan alllengi. Feið nú og. brátt að því,
að Guðbrandur færi einnig á þær slóðir. Segir nú ekki
af honum um hríð, þar til árið 1855. Þá er hann orðinn
vinnumaður séra Jóns Sigurðssonar á Söndum í Dýra-