Breiðfirðingur - 01.04.1983, Síða 76
74
BREIÐFIRÐINGUR
firði. Og nú hefur sveitardrengurinn af Fellsströndinni
heldur betur tekið stakkaskiptum: Þegar ókunnuga bar
að garði á helgum dögum, mátti halda, að vinnumaður-
inn á prestsetrinu væri sjálfur sóknarherrann. Það er
fáheyrt, en eigi að síður satt: Hann gengur á frakka
með flauelslögðum kraga þegar hann hefur mikið við,
og það er til saga af því, að sýsluskrifarinn á Isafirði
þéraði hann í ógáti, af því að hann hélt, að hann stæði
andspænis manni úr heldri stétt.
Með komu Guðbrands að Söndum var framtíð hans
í rauninni ráðin. Prestsmaddaman, Þórdís Þórðardóttir,
átti ungan bróðurson, sem lokið hafði skipstjóraprófí,
Sölva Þorsteinsson frá Gufudal. Hann var seztur að á
Isafirði um þessar mundir, titlaðist skipherra að hætti
þeirrar tíðar og nefndi sig Thorsteinsson. Guðbrandur
hefur vafalaust snemma vanizt sjó, svo sem títt var um
unglinga þar vestra, og nú fluttist hann til Isaíjarðar og
réðist til Sölva Thorsteinssonar.
Haustið 1856 á Sölvi erindi inn í Djúp. Hann heldur
á skipi sínu frá Isafirði og tekur land á Arngerðareyri
síðla föstudags 2. október. Bóndinn þar heitir Magnús
Jónsson hniginn á efri ár, gigtveikur nokkuð og ef til
vill kvartsár. Menn hafa af hótfyndni, sem lengi loddi
við þar vestra, fundið upp á því að kalla hann eymdar-
skrokk. Sú nafngift var Magnúsi ekki kærkomin. Hann
var í röð hinna virðulegu bænda, og dóttir hans hefur
verið prestsmaddama í sjálfum Vatnsfirði og nú fyrir
skömmu gift í annað sinn efnilegum fremdarmanni,
Þórði bónda Magnússyni síðar í Hattardal.
Guðbrandur Pétursson er Magnúsi ekki alls kostar að
skapi. Það er uppgangur á Djúpbændum, og þeir líta
stórt á sig. Þeir meta mikils atorku við sjósókn og harð-
fengi í fangbrögðum við náttúruna, peningar í kistu-
handraða auka drjúgum virðingu hvers manns, en fata-
prjál og skartmennska er þeim ekki að skapi. Hún hæfir
aðeins lærðum mönnum og valdstéttinni. En einkum