Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 79
BREIÐFIRÐINGUR
77
þessa kaupskapar. Gaf Sölvi honum síðan brennivín í
pelamæli svo hann brysti síður kjark og Riis verzlunar-
maður stakk upp í hann vindli. Guðbrandur lagði ekk-
ert af mörkum fyrirfram. Þegar pilturinn hafði bergt
brennivínið, hugðist hann vinna til dalanna. Atti hann
sviptingar við Imbu mæðu, er komin var til verka sinna,
en var síðan rekinn brott úr búðinni. En því er kunnugt
um þetta atvik, að Ingibjörg kærði síðar piltinn, sem
ginntur var til þess að bekkjast til við hana.
Það sézt ekki, að þeir Sölvi og Guðbrandur hafi verið
yfirheyrðir né sektaðir fyrir tiltæki sitt, og líklega hafa
þeir vikið einhverju að Ingibjörgu og náð á þann veg
sættum, En upp frá þessu gamlárskvöldi bregður
Guðbrandi Péturssyni hvergi fyrir hérlendis, svo að mér
sé kunnugt. Hitt er aftur á móti vitað, að Sölvi Thor-
steinsson sigldi til Kaupmannahafnar næsta sumar og
kom ekki heim aftur fyrr en að allmörgum árum liðn-
um. Mér virðast allar líkur benda til þess, að Guðbrand-
ur hafí líka farið utan þetta sama sumar, og sennilegt
er, að hann hafí mjög fljótlega ráðizt í þjónustu Græn-
landsverzlunar. Dóttir hans, Dorthe, fæddist árið 1867
eins og áður er sagt, og niðjar hans grænlenzkir telja,
að Jóhannes, sonur hans, hafi verið lítið eitt eldri.
IV.
Hallgrímur Pétursson kenndi mönnum það ráð að
forðast spott og tilbekkni:
Okenndum þér, þó aumur sé,
aldrei til legg þú háð né spé.
Guðbrandur Pétursson hefur haft dálæti á Hallgrími
Péturssyni og sálmum hans, eins og sjá má af vitn-
isburði niðja hans þótt hann gleymdi heilræði meistar-
ans í gamlaárskvöldsglaumnum á Isafírði. Sollurinn