Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 82
80
BREIÐFIRÐINGUR
skálds — skáldsins úr Kötlum. Þessum bréfum var strax
svarað og þannig liðu nokkur misseri, að bréf gengu
milli selja í Dölum.
Aldamótabörnin voru nefnilega ótrúlega rík í fátækt
sinni.
Vinnumaðurinn bak við Tungustapa
Hann fermdist í vor. Og nú var hann kominn að
Gerði, bæ ljóða og sagna. Þar var gott að vera. Og hví-
líkt umhverfi. Alls staðar andaði forn saga úr grasi. —
Næstur er Stapinn - Tungustapi. Þar er biskupssetur
og virðingarstaður álfa. Þar nærri má aldrei fara með
ærsl né hávaða. Þegar farið er niður sveitina, minna líka
Banabrekkurnar á harmleik álfasögunnar. Neðar í daln-
um eru Laugar, þar bjó Osvífur. Þar óx hún Guðrún
dóttir hans úr grasi. Hann var búinn að marglesa um
hana í Laxdælu. — Gaman hefði verið að sjá henni
bregða fyrir — „Hún var kvenna vænst“ . . .
Inni í dalbotninum voru svo rústirnar af sumarhús-
um hennar og Bolla — Bollatóftir. Hér voru líka stór-
kostleg örnefni, þar sem enn mátti greina raddir þús-
und ára — Stakkagil, Barmur, Hamarengi og Skógar-
mannshjalla. Og í grjótskriðunni - Hrauninu, gegnt
Tungustapa kvaðst bóndinn á Laugum, hann Bjarni
Jónsson hafa fundið fylgsni Osvífurssona, þar sem þeir
földust eftir víg Kjartans. Hvergi hafði vinnumaðurinn
ungi fundið svo nálægð fornrar sögu sem hér.
I Gerði var fróðleikur og bókmennt í meiri heiðri
haft en á mörgum bæjum. Hér orktu allir nema hús-
bóndinn, hann Andrés. Hann las bara sögur og hann
kunni víst Alþingistíðindin utanbókar. Hér var líka tal-
að mikið um sögupersónur Pilts og stúlku og Manns og
konu, talað um þær jafn kunnuglega og fólkið í
sveitinni, enda sumar þeirra átt heima hér, eftir því sem
eldra fólk taldi. Höfundur sagnanna hafði dvalið í æsku
sinni á næsta bæ, Sælingsdalstungu, og setið hjá kvíaám