Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 86
84
BREIÐFIRÐINGUR
leiknum tekið með miklum fögnuði og meðal áhorf-
enda var m.a. ungur drengur frá Miklagarði - Steinn
Steinar. Skáldið í Bersatungu, Stefán frá Hvítadal þýddi
leikrit úr norsku á þessum árum og færði ungmennafé-
laginu. Hann málaði líka leiktjöldin.
Eftirfarandi erindi úr ljóðhvöt Jóhannesar, er hann
tileinkaði öllum félagsskap í Saurbæ, lýsir betur en langt
mál hver andi sveif yfir vötnum á þessum árum:
Sett skal þing hjá Saurbæingum,
safnað yngislýðnum slyngum,
sleginn hringur hraustur kringum
hreppsins skál — af lífi og sál.
Börn hans öll þau elska fjöllin,
álfahöll og klettatröllin,
grænan völl og fossaföllin,
fjarðarál og sólarbál.
Eyðihlíðar, engjar víðar,
elfur stríðar, lundir þýðar.
Eins skal prýða‘ann ungrar tíðar
andans mál og viljans stál.
Allt þetta svið fjölbreyttra félagsstarfa varð Guðbirni
sem öðru ungu fólki að hjartfólginni vin á erfiðri
þroskagöngu. — Tillagan gamla um byggingu sund-
laugarinnar á Laugum var nú farin að þokast nær veru-
leikanum.
Vorið 1929 komu tveir menn með hesta og viðlegu-
búnað að Laugum. Þar var kominn Máskeldubóndi
ásamt þáverandi bónda á Þverdal, Finni Þorleifssyni. A
nýafstaðinni Jónsmessu þetta vor var komin upp hesta-
girðing ofan við Köldulaugareyrar á Laugum. Seinna
komu hópar manna að grafa fyrir nýrri sundlaug við
Hvergil. Guðbjörn var verkstjóri framkvæmdanna.
Nú liðu þrjú ár. Þá var það sunnudaginn 24. júlí
1932 að fram fór fjölmenn vígsluhátíð sundlaugarinnar