Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 87
BREIÐFIRÐINGUR
85
á Laugum. Þar mættu þeir báðir seljasveinarnir Guð-
björn og Jóhannes. Báðir höfðu nú lokið sínu ljóði.
Guðbjörn hafði ásamt nokkrum öðrum dugmiklum
félagsmálaforingjum héraðsins íklætt veruleikanum hið
fagra ljóð sitt frá vinnumannsárunum í Gerði. En Jó-
hannes úr Kötlum, skáldið, sem öll þjóðin var farin að
hlusta á, flutti glæsileg vígsluljóð á grasbalanum ofan
við laugarhúsið:
Nú ríður til Lauga hin unga öld,
með elskhugans vonir í barmi.
Hún biður urn fylgi, hún biður um völd,
— hún býður fágaðri og hreinni skjöld,
og lyftir í vorblámann ljósum armi.
Máskeldubóndinn og Stefán frá Hvítadal
Það var einu sinni á áliðnu hausti að Stefán skáld í
Bersatungu bar að garði á Máskeldu síðla dags. Fyrstu
haustsnjóar höfðu fallið. Veturinn hafði minnt á sig —
og um leið minnt á næði og kyrrð langra, dimmra
kvelda.
Skáldið átti langar viðræður við Guðbjörn undir Qög-
ur augu. Stefán var kvíðinn og órór. Hann þurfti að
létta á huga sínum — venju fremur. Hann trúði
Guðbirni fyrir því að hann langaði til að gera mikið ljóð
til kirkjunnar, til katólskrar kirkju. Hann væri byrjaður
en hefði gengið seint og illa.
Stefán las Guðbirni nokkur erindi, tíu eða tólf. Þegar
lestri lauk varð nokkur þögn. Síðan sagði Guðbjörn við
skáldið eitthvað á þessa leið: „Þú heldur áfram við
þetta, Stefán. Þessu efni hæfir ekkert minna en þrítug
eða fertug drápa.“
Sjálfsagt hefur eitthvað fleira borið á góma á Más-
keldu þetta kvöld. Af því fóru engar sögur. Það fara
heldur engar sögur af hugsunum Stefáns, þar sem