Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 88
86
BREIÐFIRÐINGUR
hann heldur heim á leið meðfram HvolsQalli. Kannske
hefur þetta erindi verið hugsað á leiðinni að Bersa-
tungu:
Gáfu skáldsins, Guð, mér seldu,
glaða skyggni um alda raðir,
lát mig gista sólarsetur,
söng minn kirkju þinni yrkja.
Birtu slái um hug og hjarta
helgisólir barnsins jóla,
veikan efldu, sjá, nú sækir
sorgarbarn að þínum arni.
Stefán frá Hvítadal átti fáa sálufélaga í sveit sinni.
Þetta umrædda haustkvöld á Máskeldu var aðeins eitt
af mörgum. Þangað var gott að koma og orna sér, þeg-
ar kólnaði á arninum heima.
Um næstu vorjafndægur lá í skúffu Bersatunguskáld-
sins fertug drápa. Hún bar heitið: Heilög kirkja.
Meðal Breiðfirðinga í Reykjavík
Máskeldubóndinn átti oft erfiða daga á þessum miss-
erum. Það áttu flestir bændur. Vonleysi kreppuáranna
gróf um sig. Vissulega vildi hann sem aðrir bæta bygg-
ingar, jörð og bústofn en þungt var fyrir fæti hjá ein-
yrkjum. Saurbæjarmoldin var frjó, það vissu margir, en
vélatækni nútímans skorti. Oyfirstíganlegir erfiðleikar á
heimilinu ollu svo því, að hann yfirgaf allt sitt og kvaddi
heimahaga. Þau slitu samvistir, hjónin. Felldís hélt
áfram búskap með börnum sínum á Máskeldu en leið
Guðbjörns lá til Reykjavíkur. Þegar hann flutti til borg-
arinnar voru margir þar fyrir, er líkt stóð á með, höfðu
yflrgefið sína heimahaga. Þegar kom fram um 1940
voru komnir margir úr Breiðafjarðardölum til Reykja-
víkur.