Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 89
BREIÐFIRÐINGUR
87
Breiðfirðingafélagið í Reykjavík var stofnað í nóv.
1938. Eigi leið á löngu áður en Guðbjörn er kominn í
framvarðasveit félagsins og stóð svo í mörg ár. Hann
var ritari félagsins um skeið en þó öllu lengur gjaldkeri
þess. A þessum árum átti félagið harðsnúið foringjalið.
Húsnæði var keypt, Breiðfirðingabúð, byrjað að gefa út
tímaritið Breiðfirðing, hafínn undirbúningur að ritun
héraðssögu, safnað örnefnum, starfað var í mörgum
deildum og söngkór félagsins varð landskunnur.
Ahugarík þátttaka í félögum heimahaganna kom
Guðbirni sem fleirum að góðu haldi. — Aður en störfum
lauk hjá félaginu var Guðbjörn kjörinn heiðursfélagi
þess.
Tómstundir hans í borginni færðu honum nokkra
lífsfyllingu. A hinn bóginn varð gönguerill innheimtu-
starfa honum þungbær. Fóstursonur heiða og dala var
hér á framandi sviði. Þá skeði það, að mesta ljóð lífs
hans — kall moldar og gróðurs varð að veruleika.
Lindarhvoll — síðasta Ijóðið
I Reykjavík kynntist Guðbjörn góðri og mikilhæfri
konu, Cecilíu Helgason, dóttur Jóns biskups Helgasonar
og Mörthu Maríu. Stofnuðu þau heimili sitt fyrst í
Rejkjavík.
I nýlegu bréfi frá frú Cecilíu segist henni svo frá:
„Astæðurnar fyrir landnáminu á Lindarhvoli voru
þessar í stuttu máli:
Þegar Jón sonur okkar var tveggja ára komum við
hjónin okkur saman um það að gott og hollt væri fyrir
drenginn að dvelja um tíma í sveit, því hvergi var
grasbali fyrir framan bygginguna á Hringbrautinni, þar
sem við bjuggum. Eg hafði augastað á Arnbjargarlæk,
þar sem ég þekkti fólkið vel af fyrri dvöl.
Málið var auðsótt, svo þangað fór ég með Jón og
dvaldi þar um nokkra vikna skeið í góðu yfirlæti. Með-