Breiðfirðingur - 01.04.1983, Blaðsíða 93
BREIÐFIRÐINGUR
91
ár. Flutti þaðan með móður minni, þá er jeg var sjö ára,
en flutti þangað aftur, þá er jeg var tuttugu ára gamall.
Þar af leiðandi festust í minni mjer örnefni í landi þess-
arar fögru landnámsjarðar, sem áður fyr var talin hafa
svo margt og mikið til síns ágætis, ein af mestu höfuð-
bólum hjeraðsins. Um þá jörð getur átt við hið forn-
kveðna, „að hún megi muna fífil sinn fegri“. Þá er jeg
flutti frá Hvammi, árið Í870, var túnið allt girt með
grjót- og torf-görðum, enda þótt mjög stórt sje, talið
vera um 36 vallardagsláttur. Það verk innti af hendi sjera
Þorleifur Jónsson prófastur á skólaárum sínum, að
hann sagði mjer sjálfur. Mun hann hafa verið albúinn
með það verk um Í820. Um það bil — 1819 — var hann
vígður aðstoðarprestur til föður síns, sjera Jóns prófasts
Gíslasonar. Sjera Þorleifur var alla sína prestskapartíð
prestur í Hvammi, eða til ársins 1870, er hann ljet af
prestskap fyrir aldurs sakir. Þetta mikla verk sjera Þor-
leifs prófasts sýnir, hversu hann hefir verið langt á
undan sínum samtíðarmönnum með jarðræktarhug-
sjónir; hann hefir sjeð, hve túngirðingar eru mikils
virði. Sjera Þorleifur var stór maður, sterkur og vel lim-
aður, snar og fylginn sjer. Vanalega steig hann ekki í
ístað, þá er hann fór á hestbak, heldur lyfti hann sjer
í söðulinn á jafnsléttu þannig, að hann studdi hendinni
á hnakkinn og tók sig á loft í söðulinn, og það á efri
árum sínum. Hann var mikill hestamaður og átti marga
góða hesta. Sagt er, að einn þeirra hafi borið af öllum
hinum; hann var kallaður Frosti, var rauður að lit, mjög
fimur og fjörmikill hestur.
Sjera Þorleifur prófastur var mikill búsýslumaður,
hirti bújörð sína, Hvamm, með afbrigðum vel, tún og
engjar og skóglendi, og bar Hvammur hans lengi minj-
ar. Þá er sjera Þorleifur afhenti Hvamm, árið 1870, var
íjallshlíðin sunnan Hrosshársgils (Hrosshófsgils) öll
skógi vaxinn, ásamt hjallanum, sem er klettabelti, er
tekur við fyrir sunnan hlíðina. Aldrei leyfði hann, að