Breiðfirðingur - 01.04.1983, Blaðsíða 94
92
BREIÐFIRÐINGUR
tekin væri upp skógarhrísla þar, nema í ávinnsluslóða að
vorinu, og leit hann þá eftir, að ekki væru teknar nema
elztu hríslurnar. A vorin lét hann vanalega hreinsa úr
skóginum fauska og annað, sem hann áleit, að væri til
óprýðis eða hindrunar á vexti og viðgangi skógarins.
Skóglendið prýddi ekki lítið staðinn, þar sem það blasti
við að heiman frá Hvammi, og var auk þess rétt við
veginn á hægri hönd, þá er riðið var heim að staðnum.
Eftir að sjera Þorleifur ljet af prestsskap og umsjá
Hvamms, var skógurinn eyðilagður á skömmum tíma,
og fannst honum það mjög sárt, og enn sárar fyrir það,
að hann gat ekki úr því bætt.
A þeim árum var talið, að fengist af Hvammstúninu
400—500 hestar; var túnið þó að mestu þýft, en mjög
grasgefið, bæði vegna mikillar og góðrar hirðingar,
jafnhliða miklum skjólum fyrir aðalkuldaátt. A árunum
frá 1883 til ársins 1905 var talsvert sljettað í Hvamms-
túninu, fyrst af Jósef Jónssyni, sem bjó þar frá 1883 til
1894, og svo af sjera Kjartani prófasti Helgasyni, sem
bjó þar frá 1892 til 1905. Sjera Kjartan ljet sjer einkar
annt um Hvamm, hressti þar við tiltölulega margt og
mikið, þá er tekið er tillit til, hve allir aðflutningar voru
erfiðir og mörg af þeim árum mikil harðindaár, sem nú
á tímum myndu vera kölluð „kreppuár". Þrátt fyrir
harðindin, verzlunarvandræðin og samgönguleysið,
keypti sjera Kjartan íbúðarhús það í Arnarbæli, sem
Bogi sál. Smith hafði reist þar, og flutti það að Hvammi
árið 1894. Hann gróðursetti reynitrje við suðurgafl
íbúðarhússins og hefir það dafnað svo vel, að það
breiðir nú blöð sín og blóm yfir allan gafl hússins, og
er fullkomlega jafnhátt og það. A síðustu árum sínum
í Hvammi, setti hann niður furutrje undir Hjallanum,
skammt frá heimreiðarveginum, og hefir það einnig
dafnað vel og er orðið allstórt trje nú, enda er þar skjóla-
samt fyrir kuldaátt, og nýtur vel vestan-sólarinnar.
Arið 1918 rann grjótskriða á þann hluta túnsins í